is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17989

Titill: 
  • Barnavernd og fjölmenning
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um barnavernd á Íslandi með áherslu á fjölmenningu og starf félagasráðgjafa með börnum af erlendum uppruna og fjölskyldum þeirra. Hugtakið fjölmenning er tillölulega nýtt á Íslandi og er tilkomið í kjölfar fjölgunar innflytjendenda hér á landi. Börnum af erlendum uppruna hefur einnig farið ört fjölgandi og því er vert að kanna áherslur í barnavernd og störf félagsráðgjafa þar með innflytjendafjölskyldum. Markmið ritgerðarinnar var að varpa ljósi á starf barnaverndar á Íslandi og skoða hana út frá fjölmenningarlegu sjónarhorni. Leitast var eftir því að svara þeim spurningum hvernig barnavernd starfar með fjölskyldum af erlendum uppruna og hver nálgun félagsráðgjafa er í barnaverndarvinnu með þeim fjölskyldum. Til þess að afla þeirra upplýsinga voru tekin upplýsingaviðtöl við félagsráðgjafa sem starfa á sviði barnaverndar, einnig var stuðst við rannsóknir, fræðigreinar, skýrslur og vefsíður.
    Niðurstöður benda til þess að stefnumótun í málefnum innflytjenda í barnavernd á Íslandi er ábótavant og skortur er á fræðslu til fagfólks. Einnig kom í ljós að starf félagsráðgjafa í barnaverndarvinnu með fjölskyldum af erlendum uppruna er unnið á sama hátt og önnur mál en þeir standa þó frammi fyrir fleiri áskorunum í málum innflytjendafjölskyldna og ber þeim að hafa menningarnæmni að leiðarljósi ásamt heildarsýn.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaritgerð.pdf879.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna