en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17991

Title: 
  • Title is in Icelandic Eldri karlmenn sem veita óformlega aðstoð við maka á heimilum: Hvernig formlegri aðstoð við þá er háttað
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Liðsinni aldraðra eiginmanna í þjónustu við maka sína sem þjást af öldrunartengdum kvillum eða sjúkdómum er umtalsvert. Viðfangsefni ritgerðarinnar beinist að framlagi karlmanna sem veita þjónustu við maka en flestar rannsóknir á framlagi fjölskyldumeðlima beinast að konum og reynslu þeirra í hlutverkinu. Þjónusta karlmanna mun að öllum líkindum aukast á komandi árum í samræmi við mannfjöldaspár um hækkandi aldur þjóða. Í ritgerðinni er dregin fram upplifun eiginmanna af hlutverkinu, líðan þeirra og skoðað hvernig þeim tekst að veita þá þjónustu sem þörf er á. Fram kemur að hugmyndir um kynhlutverk hafa áhrif þar á. Samspili við utanaðkomandi formlega þjónustuveitendur á vegum hins opinbera eru gerð skil en ljóst er að formlegir þjónustuveitendur þurfa að vera vakandi fyrir þeirri umönnun sem veitt er á heimilum aldraðra því sú aðstoð getur verið íþyngjandi fyrir aðstandendur og leitt til vandkvæða. Gott samspil þjónustuveitenda hefur í för með sér að öldruðum er gert kleift að búa lengur heima en ella því algengt er að óskað sé eftir vistun á öldrunarheimili þegar álag á umönnunaraðila eykst. Eiginmenn sem annast maka eru gjarnan sjálfir í þörf fyrir aðstoð og jafnvel félagslega einangraðir og einmana. Þeir eiga oft erfitt með að tjá sig um líðan sína og er því tækifæri fyrir fagstéttir á borð við félagsráðgjafa að koma til móts við þá með stuðningi og fræðslu. Samvinna milli þjónustuaðila og öflug fræðsla við eiginmenn rýfur einangrun, minnkar álag og veitir almennt betri líðan einstaklinga þar sem annar er þjónustuveitandi og hinn þiggjandi.

Accepted: 
  • May 9, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17991


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð_Hrefna Dóra Jóhannesdóttir.pdf667.21 kBOpenHeildartextiPDFView/Open