is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17993

Titill: 
  • Sterameðferð á fyrirburum með erfiðan lungnasjúkdóm. Árangur og hugsanlegar aukaverkanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Fyrirburar sem fæðast mikið fyrir tímann fá flestir glærhimnusjúkdóm (e. respiratory distress syndrome) vegna lungnavanþroska, einkum skorts á lungnablöðruseyti (e. surfactant). Sterameðferð, bæði í æð og á úðaformi, hefur verið notuð í þeim tilgangi að minnka súrefnisþörf fyrirbura með erfiðan lungnasjúkdóm, ná þeim af öndunarvél og hugsanlega draga úr líkum á langvinnum lungnasjúkdómi. Rannsóknir hafa sýnt fram á bæði skamm- og langtíma aukaverkanir af sterameðferð í æð á fyrirburum og er meðferðin umdeild þar sem ekki er talið víst að ávinningurinn af henni sé nægur til að vega á móti mögulegum aukaverkunum. Markmið þessarar
    rannsóknar var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    1. Veldur steragjöf því að súrefnisgjöf barnanna minnkar, flýtir fyrir því að þau komist af
    öndunarvél og minnkar líkur á því að þau þurfi súrefnismeðferð við 36 vikna meðgöngualdur? 2. Hver eru áhrif steragjafar á vöxt barnanna, þyngdaraukningu, blóðsykur, tíðni sýkinga og líkur á
    að þau fái síðar greininguna heilalömun (e. cerebral palsy) í skömmtum sem notaðir eru í dag? Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn tilfella-viðmiðarannsókn á fyrirburum á Vökudeild Barnaspítala Hringsins sem á árunum 1989-2014 fengu sterameðferð við erfiðum lungnasjúkdómi, annaðhvort á formi inngjafar í æð eða úðameðferðar. Fyrir hvert barn sem fékk sterameðferð var fundið sem viðmið eitt barn sem ekki fékk slíka meðferð, parað á meðgöngulengd og fæðingarári.
    Niðurstöður: Marktæk lækkun varð á súrefnisþörf bæði barna sem fengu stera í æð og á úðaformi einum degi eftir að meðferð hófst og dagana þar á eftir en ekki varð sambærileg lækkun hjá viðmiðum. Við upphaf steragjafar í æð voru marktækt fleiri tilfelli en viðmið á öndunarvél en 5 dögum eftir upphaf meðferðar var munurinn ekki lengur marktækur. Marktækt minni þyngdaraukning varð hjá tilfellum sem fengu stera í æð en viðmiðum á meðferðartímabilinu. Við 35 og 40 vikna meðgöngualdur var þó ekki marktækur munur á þyngd hópa. Ekki reyndist marktækur munur á styrk blóðsykur né tíðni sýkinga eða heilalömunar milli barna sem fengu stera og viðmiða. Ályktanir: Sterameðferð í æð og á úðaformi dregur úr súrefnisþörf barna með erfiðan lungnasjúkdóm og steragjöf í æð virðist flýta fyrir því að börnin náist af öndunarvél. Hins vegar svarar rannsóknin ekki spurningunni um það hvort sterar minnki tíðni langvinns lungasjúkdóms hjá börnunum. Steragjöf í æð dregur tímabundið úr þyngdaraukningu barnanna en ekki þegar til langs
    tíma er litið. Aðrar aukaverkanir af steragjöf eru óverulegar. 


Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sterarannsókn - BSritgerð.pdf2.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna