is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17997

Titill: 
  • Saga hlutverkaspila á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér mun verða farið yfir sögu hlutverkaspila á Íslandi eftir því sem kostur er og farið lauslega yfir upphaf hlutverkaspila eins og þau þekkjast en Dungeons & Dragons er það fyrsta þeirrar tegundar. Farið verður yfir þau spilafélög sem hafa verið í gangi, mót sem haldin hafa verið og verslanir sem stofnaðar voru í tengslum við hlutverkaspil. Einnig útgáfur smátímarita og spila á Íslandi. Markmiðið með þessari heimildaöflun er að búa til gagnagrunn um starfsemi tengda hlutverkjaspilum hér á landi þar sem þetta er menningarkimi sem lítið virðist hafa verið spáð í og því mikilvægt að mati höfundar að safna saman gögnum á meðan þau ennþá finnast. Umræða um hlutverkaspil hefur í gegnum tíðina verið ýmist lítil og stundum neikvæð og er því hér reynt að gefa einhverja innsýn inn í heim þeirra sem spila hlutverkaspil. Þeirri spurningu verður velt upp hvort og þá hvaða félagsleg áhrif hlutverkaspil hafa. Það er einnig við hæfi að saga hlutverkaspila á Íslandi sé tekin fyrir á fertugsafmæli hlutverkaspila en nú árið 2014 eru komin 40 ár frá því að fyrsta hlutverkaspilið í þeim stíl sem þekkjast í dag var gefið út.
    Íslenskar heimildir voru að mestu fengnar með viðtölum við frumkvöðla og spilara en einnig úr blaðagreinum. Erlendar heimildir eru fengnar af netinu þ.á.m. viðtal við annan höfunda Dungeons & Dragons, Gary Gygax.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdtaka3prentun.pdf556.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna