en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18002

Title: 
  • Title is in Icelandic Ífarandi sýkingar af völdum S. pyogenes á Íslandi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur og markmið: Sýkingar af völdum streptókokka eru algengar um allan heim en undanfarin 30 ár hefur ífarandi sýkingum af völdum S. pyogenes farið fjölgandi á heimsvísu og alvarleiki þeirra aukist. Markmið rannsóknarinnar var að skoða faraldsfræði ífarandi sýkinga af völdum S. pyogenes á Íslandi og rannsaka tengsl M-gerða og úteitra bakteríunnar við birtingarmynd sýkingar og afdrif sjúklinga.
    Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var aftursýn faraldsfræðileg rannsókn á ífarandi S. pyogenes sýkingum sem greindust á Íslandi á árunum 1975 til ársbyrjunar 2014 (n=312). Leitað var að 11 gerðum úteitra með kjarnsýrumögnun í þeim stofnum S. pyogenes sem greindust frá ífarandi sýkingum á árunum 1984 til ársbyrjunar 2014 (n=250). Við samanburð á nýgengi ífarandi sýkinga á milli tímabila og aldurshópa var notuð aðhvarfsgreining þar sem gengið var út frá Poisson dreifingu sjúkdómstilfella. Lógistísk fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til þess að rannsaka tengsl M-gerða og úteitra S. pyogenes við birtingarmynd sýkingar og afdrif sjúklinga.
    Niðurstöður: Nýgengi ífarandi sýkinga jókst línulega yfir rannsóknartímabilið (p<0.001) og var aldursbundið nýgengi marktækt hæst í aldurshópnum 80-89 ára. Árstíðabundin sveifla var í greiningu tilfella þar sem flestar þeirra voru í mars og apríl. M-gerðin M28 reyndist hafa marktæk tengsl við myndun úteitursins speC (p=0.028), M89 við myndun úteitranna speC (p=0.006) og speJ (p<0.001), M1 við greiningu mjúkvefjasýkingar (p=0.033) og verri horfur sjúklinga (p=0.008) og höfðu úteitrin speC (p=0.03) og speH (p=0.013) marktæk tengsl við greiningu sýklasóttar.
    Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa varpað ljósi á faraldsfræði ífarandi sýkinga af völdum S. pyogenes á Íslandi en líkt og annars staðar í heiminum hefur þeim farið fjölgandi hér á landi undanfarin 30 ár. Auk þess var sýnt fram á tengsl ákveðinna M-gerða og úteitra bakteríunnar við birtingarmynd sýkingar og afdrif sjúklinga. Með þessar niðurstöður að leiðarljósi og áframhaldandi rannsóknarvinnu má öðlast aukið innsæi í meinvirkni S. pyogenes og hæfileika bakteríunnar til þess að valda alvarlegum og lífshættulegum sýkingum.

Accepted: 
  • May 9, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18002


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ífarandi sýkingar af völdum S. pyogenes á Íslandi.pdf4,61 MBOpenHeildartextiPDFView/Open