is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18004

Titill: 
  • Markaðsáætlanagerð: Markaðsáætlun fyrir Víkurskel ehf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að hjálpa nýstofnuðu fyrirtæki, Víkurskel ehf., að fóta sig á markaði með því að búa til heildstæða markaðsáætlun. Vilji höfundar er að þessi áætlun geti nýst fyrirtækinu og verið leiðarljós þess þegar kemur að því að koma vöru fyrirtækisins á markað. Markaðsáætlunin er byggð á viðtali höfundar við Börk Emilsson sem er einn af hluthöfum fyrirtækisins.
    Uppbygging ritgerðarinnar er þannig að fyrst er byrjað á að skýra fræðilega frá markaðsáætlunum fyrirtækja og í þeim kafla eru kynnt þau stig sem nauðsynlegt er að fara í gegnum þegar gera á markaðsáætlun fyrir fyrirtæki. Í þessum hluta eru ýmis greiningartæki kynnt sem að fyrirtæki geta notað til þess að búa til góða markaðsáætlun. Má þar helst nefna SVÓT greiningu, vaxtarlíkan Ansoff, fimm krafta líkan Porter og vörumerkavirðis líkan Keller.
    Seinni hluti ritgerðarinnar snýr að því að höfundur gerði markaðsáætlun fyrir Víkurskel ehf. sem var unnin út frá viðtali við einn af eigendum fyrirtækisins. Vel gekk að búa til markaðsáætlun fyrir Víkurskel og vonandi mun hún hjálpa fyrirtækinu þegar ostrur Víkurskeljar koma á markað árið 2016. Höfundur ályktar að Víkurskel ehf. hafi margt til grunns að bera og geti átt bjarta framtíð á markaði þó vissulega séu óvissuþættirnir nokkrir. 

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð-pdf.pdf845.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
ritgerð - lokun.pdf67.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF