is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18005

Titill: 
 • Mælingar á jarðhnetuofnæmisvakanum Ara h 8 í jarðhnetunæmum einstaklingum sem eru neikvæðir fyrir Ara h 2
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Jarðhnetuofnæmi er IgE miðlað ofnæmisviðbragð sem getur valdið alvarlegum og stundum banvænum ofnæmisviðbrögðum. Greining á jarðhnetuofnæmi er oftast byggð á klínískri sögu og mælingu á jarðhnetu-sértæku-IgE (jarðhnetu-IgE). Mælanlegt jarðhnetu-IgE sýnir einungis fram á næmingu. Til að geta greint fæðuofnæmi með vissu þarf að fylgjast með klínískum viðbrögðum eftir inntöku grunaðs ofnæmisvaka og er fæðuþolpróf um munn því talin besta greiningaraðferðin. Þau eru tímafrek, kostnaðarsöm og geta verið áhættusöm. Nýlega er farið að mæla sérstaklega IgE gegn ákveðnum ofnæmisvökum í jarðhnetunni auk þess að mæla IgE gegn heildar próteinum hennar. Ofnæmisvakinn Ara h 2 er talinn hafa mestu tengslin við jarðhnetuofnæmi. Ara h 8 er með sambærilega byggingu og Bet v 1 sem er mikilvægur ofnæmisvaki í birki, og útskýrir mögulega jarðhnetunæmi í einstaklingum með birkiofnæmi. Markmið rannsóknarinnar var að meta hve stórt hlutfall þeirra sem mældust með jarðhnetu-IgE en ekki Ara h 2-IgE væru með Ara h 8-IgE.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til þeirra sýna sem send voru til mælingar á jarðhnetu-IgE á tímabilinu 01.11.11-01.12.13 og voru með jákvætt jarðhnetu-IgE en neikvætt Ara h 2-IgE. Hjá þeim var mælt Ara h 8-IgE á ImmunoCAP 250 tæki (FEIA aðferð). Klínískar upplýsingar tengdar jarðhnetuofnæmi voru fengnar úr skjúkraskrám. Excel var notað til að útbúa gagnagrunn með fyrrnefndum upplýsingum og tölfræðiforritið R notað til að skoða tengsl milli einkenna, atopíu, fjölskyldusögu og niðurstöðu húð-og fæðuþolprófa.
  Niðurstöður: Á 2 árum mældust 312 sýni með jákvætt jarðhnetu-IgE en aðeins helmingur þeirra var sendur í mælingu fyrir Ara h 2 og af þeim voru 48% neikvæð. Alls voru til 76 sýni með jákvætt jarðhnetu-IgE en neikvætt Ara h 2. Af þeim voru 14,5% með jákvætt Ara h 8- IgE. Ara h 8 jákvæðir einstaklingar voru marktækt eldri (p=0,005) og með marktækt meiri sögu um ofnæmiskvef (p=0,003) og frjókornaofnæmi (p=0,0002).
  Ályktun: 14,5% þeirra sem voru jarðhnetu-IgE jákvæðir en Ara h 2 neikvæðir mældust með Ara h 8-IgE sem ásamt hærri aldri gæti skýrst af frjókornaofnæmi. Fæðuþolpróf myndi skera úr um hvort þessir einstaklingar geti neytt jarðhneta.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð fyrir B.Sc..pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna