is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18007

Titill: 
 • Persónuleikapróf við ráðningar. Notkun og gildi fyrir íslensk fyrirtæki
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslensk fyrirtæki svo og önnur verja miklum kostnaði í ráðningar á nýjum starfsmönnum. Því skiptir miklu máli að verið sé að nota réttar valaðferðir við starfsmannaval til þess að hámarka forspárgildi ráðningaferils og koma í veg fyrir mistök sem geta verið fyrirtækjum mjög dýrkeypt.
  Rannsókn þessi er eigindleg rannsókn og beinist að notkun persónuleikaprófa sem valaðferðar við starfsmannaval. Leitast er við að kanna hvernig verið er að nota þessi próf og hvers vegna. Hver upplifunin er af notkun þeirra og hvort að fyrirtæki telji ávinning af notkun persónuleikaprófa við ráðningar.
  Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir skilgreiningar á hugtakinu persónuleika og Fimm þátta líkan persónuleikans skoðað. Farið er yfir sögu persónuleikaprófanna ásamt því sem gildi persónuleikaprófa við starfsmannaval er kannað. Að lokum verður gagnrýni á persónuleikapróf sem valaðferð könnuð. Í öðrum hluta ritgerðarinnar verður farið í mikilvægi ráðninga og þær aðferðir sem verið er að nota við ráðningar á Íslandi. Þriðji hluti ritgerðarinnar fjallar um rannsóknina sjálfa, aðferðafræðina sem liggur að baki rannsókninni þar sem rætt var við fimm ráðningafyrirtæki á Íslandi og 13 fyrirtæki á almennum vinnumarkaði um notkun persónuleikaprófa við starfsmannaval. Auk þess sem niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að persónuleikapróf eru notuð í þó nokkru mæli hér á landi og geta verið um margt nytsamleg við ráðningar. Þau bjóða auka mælikvarða, geta skapað fyrirtækjum fjárhagslegan ávinning og skilað þeim betra fólki til starfa. Það ber þó að horfa til þess að persónuleikapróf sem valaðferð hafa verið mikið gagnrýnd og því ber að horfa á niðurstöður þeirra einungis sem hluta af einhverju stærra ferli.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Halldor_Jon_Gislason.pdf924.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna