is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18009

Titill: 
 • Átröskun barna og unglinga: Úttekt á nýjum skjólstæðingum átröskunarteymis Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) á árunum 2008-2010
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja þann hóp sem vísað var til átröskunarteymis Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) á árunum 2008-2010 með tilliti til sjúkdómseinkenna, greininga og þeirrar þjónustu sem honum var veitt hjá teyminu. Upplýsingar um vanda þeirra sem leitað hafa til teymisins hafa ekki verið teknar saman áður.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og voru upplýsingar fengnar úr sjúkraskrám. Lýðfræðilegum og klínískum upplýsingum var safnað um rannsóknarhópinn, sem samanstóð af öllum þeim sem var vísað til teymisins á rannsóknartímabilinu.
  Niðurstöður: Alls var 59 einstaklingum vísað til teymisins, 53 stúlkum og 6 drengjum. Meðalaldur hópsins var 15,5 ár (±2,1). Af þeim 59 sem var vísað til teymisins greindust 39 einstaklingar með átröskun og hófu 37 þeirra meðferð. Nítján einstaklingar greindust með lystarstolssjúkdóm, 10 með lotugræðgissjúkdóm, 6 með átraskanir ekki nánar skilgreindar og 4 með aðrar átraskanir. Af þeim sem greindust með átröskun reyndust 22 (56,4%, n=39) hafa a.m.k. eina geðræna fylgiröskun, 12 (30,8%) höfðu a.m.k. tvær fylgiraskanir. Algengasta fylgiröskunin var kvíða- eða þunglyndisröskun (43,6%). Einstaklingar komu að meðaltali til meðferðar 14,6 sinnum (±23,0). Fimmtán einstaklingar voru lagðir inn á meðferðartímabilinu og stóð innlögn að meðaltali í 28,8 daga (±22,1). Heildarsamskiptatímabil sjúklinga við teymið, þ.e. frá greiningarviðtali og þar til einstaklingur ýmist lauk meðferð eða hætti að mæta, varði að meðaltali í 361,9 daga (±369,5).
  Ályktanir: Kynjadreifing sjúklinga teymisins samrýmist niðurstöðum átröskunarrannsókna annarra landa. Tíðni fylgiraskana var sömuleiðis svipuð öðrum rannsóknum, sem og tegund þeirra. Á óvart kom hversu fáir hlutu greininguna átröskun ekki nánar skilgreind, en samkvæmt erlendum rannsóknum er hún um helmingur allra átröskunargreininga barna og unglinga.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18009


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Katrín Oddsdóttir.pdf521.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna