is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18016

Titill: 
 • Tíðni og meðferð verkja eftir svæfingu og skurðaðgerðir á Landspítala
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Þrátt fyrir áherslu á góða verkjameðferð eftir skurðaðgerðir undanfarna áratugi eru verkir í kjölfar þeirra enn taldir vanmeðhöndlaðir, en margvíslegur ávinningur er af því að tryggja góða verkjastillingu eftir aðgerð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi og alvarleika verkja eftir skurðaðgerð á Landspítala.
  Efniviður og aðferðir: Framsýn ferilrannsókn á sjúklingum 18 ára og eldri sem gengust undir aðgerð á dagvinnutíma og lögðust á vöknunardeildir Landspítalans í Fossvogi og Hringbraut á sex vikna tímabili í febrúar og mars 2014. Upplýsingum var safnað á aðgerðardag úr sjúkraskrárgögnum og daginn eftir með viðtali við þá sem lögðust inn á legudeild.
  Niðurstöður: Alls voru 725 sjúklingar teknir með í rannsóknina, 393 (54%) karlar og 332 (46%) konur (meðalaldur 57,5 ±17ár, meðalþyngd 84,5 ±19 kg, BMI 28,1 ±5, 75% í ASA flokki 1-2). Valaðgerðir voru 658 (91%) en bráðaaðgerðir 67 (9%). Eftir aðgerð fóru 340 (47%) heim samdægurs en 385 (53%) lögðust inn. Algengastar voru bæklunar- 198 (27%), kviðarhols- 133 (18%), þvagfæra- 95 (13%) og HNE 92 (13%) aðgerðir. Fyrirbyggjandi verkjalyf voru gefin í 595 (82%) tilfellum (paracetamol 79%, NSAID/COX-2 17%, ópíóíðar 11%, gabapentin 3%). Ópíóíðar voru gefnir í 675 (93%) tilfellum í tengslum við svæfingu/aðgerð. Verkjamat var skráð á vöknunarblað í 129 (18%) tilvikum en fjöldi sem fékk verkjameðferð á vöknun var 418 (58%). Algengustu verkjalyf gefin á vöknun voru ópíóíðar (58%) og paracetamol (27%). Tegund aðgerðar (p < 0,001) og aldur (p < 0,01) reyndust sjálfstæðir áhættuþættir fyrir verki á vöknun. Hjá þeim sjúklingum þar sem verkjaskor var skráð á vöknun var hæsta gildið ≥4 hjá 57% sjúklinganna og hjá 42% legudeildarsjúklinga daginn eftir aðgerð. Legudeildarsjúklingar sögðust í 77% tilvika vera mjög ánægðir og 19% ánægðir með verkjameðferðina sem þeir hlutu í tengslum við aðgerðina.
  Ályktanir: Þrátt fyrir víðtæka notkun verkjalyfja var rúmlega helmingur sjúklinga á vöknun og nær helmingur á legudeild með umtalsverða verki. Þetta gæti bent til vanmeðhöndlunar á verkjum og hugsanlega eru NSAID/COX-2 lyf vannýtt.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18016


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð.pdf830.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna