is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18021

Titill: 
 • Faraldsfræði hryggbrota með og án mænuskaða á Landspítala á árunum 2007-2011
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Mænuskaði í tengslum við hryggbrot er meðal alvarlegustu afleiðinga slysa en lítið hefur verið birt af niðurstöðum rannsókna á faraldsfræði hryggbrota. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði hryggbrota á Landspítala og leita þátta sem nýta mætti í forvarnarskyni.
  Efniviður: Sjúkragögn allra sem greindust með hryggbrot á Landspítala árin 2007-2011 voru yfirfarin m.t.t. aldurs, kyns, orsaka, staðsetningar brota, skurðaðgerða, legutíma, heilsufars og afdrifa. Ef mænuskaði fylgdi hryggbroti var staðsetning hans könnuð og alvarleikinn metinn með flokkunarkerfinu American Spinal Injury Association Impairment Scale (AIS). Alvarleiki áverka var metinn með Injury Severity Score (ISS).
  Niðurstöður: Alls greindust 487 einstaklingar með hryggbrot á rannsóknartímabilinu og 42 þeirra hlutu mænuskaða. Karlar voru 56% og meðalaldurinn var 55,7 ár. Fall var algengasta orsök hryggbrota (49%) og mænuskaða (43%) en umferðarslys sú næst algengasta (31% og 26%). Í flokknum lág föll voru konur tvöfalt fleiri en karlar og meðalaldur hærri en í öðrum flokkum (77 ár). Algengustu brotin voru á lenda- og spjaldhrygg (41%) en þau sjaldgæfustu á efri hálshrygg (9%). Hæsta hlutfall mænuskaða sást meðal þeirra sem brotnuðu á neðri hálshrygg (15%) en þau brot voru í 57% tilfella orsökuð af umferðarslysum. Í öllum tilfellum mænuskaða vegna bílslysa var um að ræða bílveltu en 85% þeirra urðu í dreifbýli. Flest alskaðatilfelli urðu vegna brota á efri hálshrygg. Fjölþáttagreining leiddi í ljós aukna hættu á mænuskaða ef brjóstholsáverki fylgdi hryggbroti en aukinn aldur og mjaðmagrindaráverkar voru verndandi.
  Ályktanir: Um 9% þeirra sem hryggbrotna fá einnig mænuskaða, oftast eftir föll eða bílveltur. Öruggir vegir og góð umferðarmenning eru þættir sem hljóta að draga úr hættu á alvarlegum áverkum í umferðinni. Algengi hryggbrota og mænuskaða vegna falls vekur athygli og mögulega mætti fækka slíkum slysum með hertum öryggisreglum á vinnustöðum en einnig mætti kanna ástæður hryggbrota hjá eldra fólki nánar.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Faraldsfræði hryggbrota með og án mænuskaða á LSH á árunum 2007-2011.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna