is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18022

Titill: 
 • Gildi segulómunar af bris- og gallvegum í sjúklingum með grun um gallrásarsteina
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Segulómun af bris- og gallvegum (MRCP) hefur rutt sér til rúms sem greiningartækni við ákvörðun á tilvist gallsteina í gallrás en áreiðanleiki hennar lítið verið rannsakaður. Niðurstöður forrannsóknar sem gerð var árið 2008 gáfu tilefni til að ætla að áreiðanleiki MRCP væri talsverður. Rannsóknin var þó gerð á of fáum sjúklingum.
  Efni og aðferðir: Um er að ræða afturskyggna rannsókn á sjúklingum sem gengust undir MRCP vegna gruns um gallrásarsteina á Landspítala (LSH) árið 2013. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám í Sögukerfi LSH og voru sjúklingar með aðrar ábendingar en gallrásarsteina fyrir MRCP útilokaðir. Upplýsinga var aflað m.a. um aldur, kyn, lifrar- og brisprufur og fjölda sjúklinga sem fóru í gall- og brisrásamyndatöku með holspeglun (ERCP) í kjölfar MRCP. ERCP var álitin gullinn staðall (e. gold standard) í greiningu gallrásarsteina. Unnið var sameiginlega úr gögnum áranna 2008 og 2013.
  Niðurstöður: Samtals fóru 319 sjúklingar (konur 64%, meðalaldur 55,9 ár) í MRCP vegna gruns um gallrásarsteina. Jákvætt forspárgildi MRCP reyndist vera 80% og neikvætt forspárgildi fyrir eðlilega MRCP rannsókn var 95%, næmni reyndist 90% og sértækni 90%. Sjúklingar með stein á MRCP höfðu hærra bílirúbín í µmól/L (47 á móti 32, p<0,001) og GGT í E/L (504 á móti 383, p=0,02) samanborið við þá sem greindust ekki með stein. Sjúklingar með stein höfðu víðari gallrás á MRCP í mm (9,67 á móti 7,39, p<0,001) og hlutfallslega oftar steina í gallblöðru (87% á móti 65%, p=0,001). Ekki var marktækur munur á hlutfalli brisbólgu (Lípasi > 900 E/L) milli sjúklinga sem greindust með stein á MRCP og þeirra sem greindust ekki með stein (12 (18%) á móti 52 (25%), (NS)). Lógistísk aðhvarfsgreining sýndi að hækkað bílirúbín hefur eitt og sér marktækt forspárgildi fyrir stein á MRCP (p<0,001).
  Ályktanir: MRCP virðist hafa mjög hátt neikvætt forspárgildi í sjúklingum með grun um gallrásarsteina og gæti fækkað óþarfa ERCP rannsóknum. Niðurstöður bílirúbínmælinga gætu nýst samhliða MRCP við greiningu gallrásarsteina ásamt klínísku mati. Brisbólga tengd gallsteinum virðist oft koma fram án þess að gallsteinar sjáist í gallrás og lípasagildi eru svipuð hjá sjúklingum með og án steins í gallrás.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - lokaskjal.pdf758.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna