is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18025

Titill: 
  • Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um upphaf ferðaþjónustu á Íslandi frá um 1850 þegar að erlendir ferðamenn fóru að koma til landsins í meira mæli en áður og henni lýkur þegar að Ferðaskrifstofa ríkisins er stofnuð árið 1936. Á tímabilinu 1872-1914 fóru íslenskir einstaklingar að leggja það fyrir sig að veita ferðamönnum þjónustu fyrir þóknun og gerðu tilraunir til að beina útlendingum og þá sérstaklega Bretum til landsins og fjallar ritgerðin sérstaklega um það tímabil. Árið 1872 hefur sérstaka merkingu því þá gerði Geir Zoëga samning við ferðaskrifstofu Thomas Cook sem var ein stærsta ferðaskrifstofa heimsins á 19. öldinni, um að hann myndi taka á móti ferðamönnum á þeirra vegum og má færa rök fyrir því að þar með hafi hann stofnað fyrstu ferðaskrifstofu Íslands. Fyrir stofnun Ferðaskrifstofu ríkisins árið 1936 var ferðaþjónusta á Íslandi að mestu leiti í höndum einstaklinga þá sérstaklega fjársterkra manna. Má nefna menn eins og Þorlák Ó.Johnsen, Sigfús Eymundsson, Geir Zoëga og fjölskyldumeðlimi hans sem helstu hvatamenn að upphafi skipulagðrar ferðaþjónustu á Íslandi. Sú saga er mikið tengt þróun samgangna á Íslandi eins og t.d upphafs áætlunarferða erlendra skipafélaga og ferðaskrifstofna til Íslands. Bretar eiga hvað stærstan þátt erlendra þjóða í þessu sambandi bæði sem eigendur þessara fyrirtækja sem tóku að sér farþegaflutninga og einnig sem stór hluti ferðamanna á Íslandi sjálfir. Einnig kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að sú þjóðfélagsþróun sem átti sér stað á seinni hluta 19.aldarinnar og í byrjun 20.aldarinnar á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík hafi stutt stoðir ferðaþjónustugeirans því með aukinni þéttbýlismyndun jókst þörf á ýmis konar þjónustu og þar á meðal á sviði ferðaþjónustunnar. Farið er yfir bygginga gistihúsa og hótela sem fóru að rísa á síðustu áratugum 19.aldarinnar og stofnun ferðaskrifstofna í landinu. Í fyrri heimsstyrjöldinni lagðist starfsemi ferðaskrifstofna að mestu leiti niður en á millistríðs árunum fór áhugi manna til að ferðast að aukast á ný. Á þessu tímabili urðu til ný ferðaþjónustu fyrirtæki sem og önnur eldri tóku aftur til starfa. Árið 1936 var Ferðaskrifstofa ríkisins stofnuð en hún átti að hafa yfirsjón með þeim ferðaþjónustu aðilum sem voru þegar starfandi sem og að sjá um landkynningu um Ísland í öðrum löndum. Höfundur reyndi að leggja mat á gæði ferðaþjónustunnar á tímabilinu. Hvaða framfarir áttu sér stað í gæði á ferðaþjónustu og síðan hvaða vandamál ferðaþjónusta á Íslandi átti enn óleyst um og kringum seinni heimstyrjöldina.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Íslandi 1872-1936 B.A. ritgerð.pdf874,29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna