is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18026

Titill: 
 • Sjón-andarvægi meðal sjómanna og tölvuleikjaspilara
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Kerfi stöðustjórnunar sem staðsett er í miðtaugakerfinu, fær boð frá sjón-, jafnvægis- og stöðuskyni. Ef misræmis gætir milli þessara skynboða geta einkenni jafnvægistruflana komið fram. Ef upplýsinga-misræmið er langvarandi fara af stað aðlögunarferlar í miðtaugakerfinu. Rannsóknin kannar áreiti af völdum hreyfinga um borð í skipi og hreyfinga í sjónsviði við iðkun tölvuleikja. Veltingur um borð í skipi í langan tíma hefur áhrif á stöðuskynjun og veldur í upphafi ferðar misræmi á milli skynboða. Hreyfingar í sjónsviði við iðkun tölvuleikja hefur áhrif á kerfi stöðuskynjunar og slíkt getur valdið misræmi þar sem augun skynja hreyfingu á skjá meðan jafnvægisskynfærin skynja enga hreyfingu. Báðir aðlögunarferlarnir er taldir hafa áhrif á sjón-andarvægi, en á ólíkan hátt. Tilgangurinn er að sýna fram á að sjón-andarvægi sjóaðra sjómanna, þjálfaðra tölvuleikja-spilara og hóp fólks þess utan sé frábrugðin eftir því hvaða aðlögunarferli það hefur farið í gegn um.
  Efni og aðferðir: Þrenns konar strikapróf voru notuð til þess að mæla vægi jafnvægisskynjunar og vægi sjónskynjunar. Prófin snérust um að leiðrétta skakkt strik sem varpað var á vegg. Hlutverk þátttakandans var að leiðrétta strikið þannig að það yrði lóðrétt (90°) í mismunandi umhverfum; ekkert umhverfis strikið, skekktur rammi í kringum strikið og hringsnúandi depplar í kringum strikið. Mismunandi umhverfi truflaði sjónræna ályktun þeirra með tilheyrandi aukinni þörf á jafnvægisskynfæra-túlkun. Prófið var framkvæmt á þremur hópum: sjómönnum, tölvuleikjaspilurum og viðmiðunarhópi.
  Niðurstöður: Meðaltal frávikanna var reiknað fyrir hvern hóp. Fervikagreining var notuð til að athuga hvort munur væri á meðaltölum innan hóps og milli hópa með 95% öryggisbili. Viðmiðunarhópurinn var að meðaltali 1,2° frávik frá raun-lóðréttu línunni, tölvuleikjaspilarahópurinn 0,8° og sjómannahópurinn 2,3°. Marktækur munur var á milli hópa (p<0,05). Marktækur munur var milli ólíkra prófa hjá viðmiðunarhópi og sjómannahópi.
  Ályktun: Munur var á sjón-andarvægi rannsóknarhópa. Sjómanna-hópurinn var að meðaltali með minnsta vægi jafnvægisskynjunar (stærstu meðaltöl frávika) og sjónháður (marktækur munur milli mismunandi prófa). Tölvuleikjaspilararnir voru með mesta vægi jafnvægisskynjunar (minnstu meðaltöl frávika) og sjónóháðir (enginn marktækur munur milli mismunandi prófa). Viðmiðunarhópurinn var þar á milli m.t.t. vægis jafnvægisskynjunar og sjónháðir. Mismunandi sjón-andarvægi stafar líklega einna helst af mismunandi aðlögunarferlum sem orsakast af stöðugu hreyfi- eða sjónáreiti.

Samþykkt: 
 • 9.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjón-andarvægi meðal sjómanna og tölvuleikjaspilara.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna