Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18029
Vægðarstefna fyrir uppljóstrara er eftirlits verkfæri sem samkeppniseftirlitið nýtir til að grafa undan samráðum. Þar sem lægri sektir draga gjarnan úr hvata til svika á samráði hefur leikjafræðin verið töluvert óljós um nytsemi stefnunar. Fræðin sem standa að baki samkeppniseftirliti eru mikil en þó er deilt um hvort samkeppniseftirlit skili jákvæðum ábata fyrir samfélagið.
Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig færðin sem styðja við samkeppniseftirlit ná að lýsa Íslenskum samkeppnismálum og í framhaldi skoða hver áhrif vægðarstefnu hefur á samráðsaðila. Kynnt eru þau fræði sem samkeppniseftirlit byggir á, farið er yfir klassísk og nýleg fákeppnis líkön ásamt líkani yfir vægðarstefnu fyrir uppljóstrara einnig er farið yfir þau rök sem borin hafa verið gegn þeim fræðum.
Eftir yfirferð yfir fræði samkeppniseftirlits er litið á þrjú dæmi um samráð á Íslandi og hugsanleg áhrif vægðarstefnunar greind og túlkuð útfrá fræðunum í hverju tilviki. Niðurstöðurnar eru að vægðarstefna dregur að öllum líkndum úr hvata til samráðsmyndunar á öllum þeim mörkuðum sem heyra undir samkeppniseftirlit. Í tilfelli samráðs Bændasamtaka Íslands hefur vægðarstefna engin áhrif á samráðið þar sem hluti landbúnaðarkerfisins er undanskyldur samkeppnislögum, sektin sem gefin var út mun þó að öllum líkindum tryggja áframhaldandi samkeppni á þeim markaði. Í lokakafla ritgerðarinnar er farið yfir frekari greiningu á viðfangsefnum sem gagnlegt væri að skoða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samkeppniseftirlit og leikjafærði - BS ritgerð.pdf | 628.77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |