Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18031
Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (Chronic lymphocytic leukemia, CLL) er krabbamein eitilfrumna sem oftast leggst á eldra fólk. Fjölskyldulægni sjúkdómsins er sterk en ekki hafa enn fundist sterkir erfðaþættir. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar. Nýlega hefur Íslensk erfðagreining lokið erfðamengisraðgreiningu á 2700 Íslendingum. Með því að tilreikna arfgerðir þátttakendanna út frá einbasabreytileika-rannsóknum má með mikilli vissu fá skýra mynd af öllu erfðamengi þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hugsanlega erfðaþætti/stökkbreytingar í útröðum gena (coding variants) sem tengjast sjúkdómnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
CLL2.pdf | 946,76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |