Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18034
Í þessari ritgerð verður fjallað um handleiðslu í félagsráðgjöf og kannað hvort að handleiðsla geti fyrirbyggt kulnun í starfi félagsráðgjafa. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: Hvað er handleiðsla í félagsráðgjöf? Getur handleiðsla haft áhrif á kulnun í starfi félagsráðgjafa? Tilgangur ritgerðarinnar er að fá svör við þessum spurningum.
Helstu niðurstöður eru að handleiðsla er aðferð sem eflir fagmennsku og faglegan þroska fagaðilans í starfi. Auk þess sem hún tryggir að fagaðilar veiti skjólstæðingum sínum góða þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að handleiðsla geti haft jákvæð áhrif á kulnun meðal félagsráðgjafa. Góð og styðjandi handleiðsla er talin geta fyrirbyggt það að félagsráðgjafar upplifi kulnun í starfi. Flestar rannsóknirnar sem nýttar voru við gerð þessarar ritgerðar eru erlendar en einnig var stuðst við tvær íslenskar rannsóknir.
Nýlega var gerð íslensk rannsókn á kulnun meðal félagsráðgjafa. Sýndi sú rannsókn að um það bil þriðjungur félagsráðgjafa höfðu upplifað kulnun í starfi. Ekki eru til nýlegar íslenskar rannsóknir varðandi handleiðslu meðal félagsráðgjafa. Hins vegar var gerð rannsókn á handleiðslu innan nokkurra starfsstétta og þar á meðal félagsráðgjafa, á árunum 1996 til 1997. Niðurstöður hennar benda til að flestir þátttakendur hennar höfðu reynslu af handleiðslu. Almennt höfðu fagaðilar jákvætt viðhorf til handleiðslu auk þess sem að flestum fannst mikilvægt að nýta sér hana.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigrún BA ritgerð PDF.pdf | 668.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |