Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18040
Ce mémoire se propose à la fois d´introduire une compagnie de théâtre contemporain d´avant garde, le Théâtre du Soleil, et de traduire une partie de son avant-dernière création, Les Naufragés du Fol Espoir (Aurores) dont la première a eu lieu en 2010. Il se divise en deux parties. La première est consacrée à une présentation du Théâtre du Soleil, de ses sources, de son histoire et de sa mission, autant que de sa directrice Ariane Mnouchkine, qui est le fondement même de ce théâtre et d´autre membres de la troupe qui participant depuis des décennies aux créations, comme l´écrivain Hélène Cixous et le musicien Jean-Jacques Lemêtre. Aussi s´y agit-il d´introduire la pièce qu est au centre de l´étude, Les Naufragés du Fol Espoir, sa génèse, sa composition, sa mise en scène et les histoires multiples qu´elle raconte et d´établir un descriptif des problèmes rencontrés lors du travail de la traduction et des solutions qui y ont été apportées.
La deuxième partie contient la traduction de la première partie de la pièce, Les Naufrages du Fol Espoir (Aurores). C‘est la première traduction en islandais d´une création collective du Théâtre du Soleil, le texte a partiellement été écrit par Hélène Cixous et il est, comme il est dit dans le texte de la pièce, « librement inspiré d´un roman posthume de Jules Verne ». Le mémoire dans son ensemble est traversé par la question suivante : Comment faire pour toucher le cœur ou pour trouver la voie du cœur ? Cette question est aussi urgente dans une mise en scène que dans le travail même de la traduction d´une pièce telle que Les Naufragés du Fol Espoir.
Í ritgerðinni er leitast við að kynna einn fremsta leikhóp samtímans, le Théâtre du Soleil, og þýða hluta af næstsíðasta verki hans, Les Naufragés du Fol Espoir (Aurores) sem frumsýnt var árið 2010. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Í þeim fyrri er leitast við að kynna le Théâtre du Soleil leikhópinn, upptök hans, sögu og köllun, stjórnanda hans, Ariane Mnouchkine, sem er sjálf undirstaða leikhópsins og aðra meðlimi sem tekið hafa þátt í starfseminni í tugi ára, eins og rithöfundinn Hélène Cixous og tónlistarmanninn Jean-Jacques Lemêtre. Markmiðið er einnig að kynna verkið sem hér er lagt til grunvallar, tilurð þess, uppbyggingu, uppsetningu og sögurnar sem þar eru fléttaðar saman.
Loks er gerð grein fyrir þeim vandamálum sem upp komu við þýðinguna og hvernig unnið var úr þeim.
Seinni hlutinn inniheldur þýðingu á fyrri hluta verksins Les Naufragés du Fol Espoir (Aurores). Um er að ræða fyrstu þýðingu á íslensku á leikverki eftir leikhópinn le Théâtre du Soleil, en verkið er að hluta til skrifað af Hélène Cixous og er, eins og segir í textanum, „frjálslega innblásið af sögu eftir Jules Verne sem gefin var út að honum látnum“. Eftirfarandi spurning liggur eins og rauður þráður í gegnum alla ritgerðina: Hvernig á að ná til áhorfenda eða ennfermur: hvernig á að finna leiðina að hjarta áhorfenda? Þessi spurning er jafn knýjandi hvort sem um er að ræða uppsetningu leikverks eða þýðingu verks eins og Les Naufragés du Fol Espoir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Júlía endanleg ritgerð 11 maí.pdf | 645,51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |