is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18046

Titill: 
  • Er aðeins ein leið til hjálpræðis? Um tengsl kristinnar trúar og annarra trúarbragða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um mismunandi afstöðu til tengsla kristinnar trúar og annarra trúarbragða. Rakin er saga þeirra atburða sem frá 15. öld hafa stuðlað að nýrri meðvitund Vesturlandabúa um margbreytileg trúarbrögð. Gerð er grein fyrir tveimur stefjum Biblíunnar sem snerta viðfangsefnið; vilja Guðs til að frelsa alla og hjálpræði fyrir tiltekna atburði og útvalda einstaklinga. Saga umræðunnar um tengsl kristinnar trúar og annarra trúarbragða er rakin í grófum dráttum. Hún hófst með skrifum kirkjufeðranna en á miðöldum varð Evrópa trúarlega einsleit og lítið var skrifað um efnið. Um og eftir 18. öld hófst umræðan á nýjan leik enda ný vitund um önnur trúarbrögð farin að mótast á Vesturlöndum. Frjálslynda guðfræðin á 19. öld, trúarbragðasögulegi skólinn um aldamót 20. aldar, nýrétttrúnaðurinn og síðara Vatíkanþingið á 20. öld tóku tengsl trúarbragðanna til umfjöllunar. Eftir því sem umræðan á 20. öld jókst varð mögulegt að skipta sjónarmiðum guðfræðinga sem fengust við viðfangsefnið í þrjú viðhorf; útilokandi afstöðu, innifelandi afstöðu og trúarlega fjölhyggju. Útilokandi og innifelandi afstaða eru kristsmiðlægar. Þær leggja áherslu á sérstöðu Krists og að fyrir hann einan geti mannkyn öðlast hjálpræði. Trúarleg fjölhyggja færir rök fyrir sameiginlegum kjarna allra trúarbragða, hafnar sérstöðu Krists og telur öll trúarbrögð vera hæfar leiðir til hjálpræðis. Viðhorfin greinast því í tvö meginsjónarmið; í kristsmiðlæga afstöðu og trúarlega fjölhyggju. Lesslie Newbigin og John Hick eru guðfræðingar sem starfað hafa mikið á fjöltrúarlegum vettvangi. Newbigin er tekinn sem dæmi um kristsmiðlæga afstöðu en Hick um fjölhyggju. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir lífi þeirra, starfi og afstöðu í stuttu máli.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er adeins ein leid til hjalpraedis? - OJM.pdf440,03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna