is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18050

Titill: 
 • Læknaráp á Íslandi. Ásókn í ávanabindandi lyf á árunum 2004-2013
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Vísbendingar eru um að misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sé alvarlegt heilbrigðisvandamál. Lyf, sem mest er misfarið með samkvæmt Samtökum áhugafólks um áfengis og vímuefnavandann (SÁÁ) og National Institute on Drug Abuse (NIDA), eru ópíöt, róandi lyf, svefnlyf, og örvandi lyf. Með læknarápi, þ.e. með því að ganga á milli lækna, er mögulegt að afla margra lyfjaávísana fyrir ávanabindandi lyfjum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna umfang og eðli læknaráps m.t.t. ávanabindandi lyfja á Íslandi á tímabilinu 2004-2013.
  Efni og aðferðir: Lýsandi og afturskyggn lyfjanotkunarrannsókn. Lyfjagagnagrunnur landlæknis var samkeyrður við þjóðskrá fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri, sem leystu út ávísanir fyrir ávana- eða viðmiðunarlyf frá 10 eða fleiri læknum á ári á tímabilinu 2004-2013. Ávanabindandi lyfjaflokkar, sem kannaðir voru, voru ópíöt, róandi lyf, svefnlyf, og örvandi lyf en viðmiðunarlyfin prótónupumpuhemlar, beta-blokkar og bólgueyðandi verkjalyf. Upplýsingar um kyn, aldur og sérgrein lækna, sem ávísuðu einstaklingum sem leystu út ávísanir frá 20 eða fleiri læknum, fengust einnig úr lyfjagagnagrunni.
  Niðurstöður: 2203 einstaklingar leituðu til 10 eða fleiri mismunandi lækna og leystu út ávísanir fyrir ávanabindandi lyfjum á einhverju eða einhverjum áranna 2004-2013. Í þessum hópi voru 153 einstaklingar sem leituðu til 20 eða fleiri lækna einhvern tíma á tímabilinu og fengu umrædd lyf. Fjöldi læknarápara á tímabilinu 2004-2013 hélst nokkuð stöðugur, flestir rápuðu í eitt ár og leystu út ávísanir úr þremur lyfjaflokkum ávanabindandi lyfja. Hlutfallslega stærstan hóp læknarápara m.t.t. ávanabindandi lyfja fylltu miðaldra ekkjur sem bjuggu í þéttbýli. Meðalaldur einstaklinga sem fóru til 20 eða fleiri lækna var marktækt lægri en þeirra sem fóru til 10-19 lækna á tímabilinu (41,3 ár og 52,2 ár: p<0,0001). Læknar, sem ávísuðu einstaklingum sem fóru til 20 eða fleiri lækna, voru hlutfallslega flestir ungir, karlkyns og heimilislæknar. Einstaklingarnir rápuðu til flestra lækna til að verða sér úti um ópíöt og svefnlyf en til að fá róandi og örvandi lyf þurftu þeir ekki að fara til eins margra lækna.
  Ályktanir: Læknaráp snýst að mestu leyti um að verða sér úti um ávanabindandi lyf. Umfang þess hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu 10 ár. Með því að efla notkun miðlægs lyfjagagnagrunns og þar með bæta aðgengi að lyfjasögu sjúklinga væri trúlega hægt að minnka umfang læknaráps til muna.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - Læknaráp.pdf551.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna