is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18052

Titill: 
  • Hverra vætta ert þú? Dísir í Þiðranda þætti ok Þórhalls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til Bakkalárgráðu í almennri bókmenntafræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Aðalviðfangsefni hennar eru yfirnáttúrulegir kvenvættir í norrænni goðafræði, með Íslendingaþáttinn Þiðranda þátt ok Þórhalls til hliðsjónar. Skoðuð eru helstu einkenni og hlutverk fjögurra fornra kvenvætta; dísa, norna, valkyrja og fylgja, ásamt því að bera þau að einhverju leyti saman.
    Umfangsmiklar rannsóknir hafa í gegnum tíðina verið gerðar á hugtökum norrænnar goðafræði. Hvað sem því líður eru enn mörg viðföng sem eru mönnum að nokkru leyti sem hulin ráðgáta. Seinni tíma heimildir hafa haft óneitanleg áhrif á skilning okkar á goðfræðilegum vættum, sem veldur því að enn erfiðara er að bera kennsl á hver upprunaleg merking hugtakanna var. Náttúrufræðileg flokkunarfræði hefur einna helst verið notuð til að flokka slíka vætti, e.t.v. með misjöfnum árangri.
    Í þessari ritgerð verður farið yfir rannsóknir nokkurra fræðimanna á slíkum kvenvættum. Rýnt verður í hvar þeir mögulega fléttast saman, hvort sem það snýr að einkennum eða hlutverkum. Skoðuð verða lítillega hin ýmsu eddukvæði og fornsögur sem innihalda vísanir í slíka vætti til að bera megi saman bæði aðstæður og auðkenni þeirra. Kannað verður enn fremur hvort dísirnar í Þiðranda þætti falli vel að þeim skilgreiningum sem gerðar hafa verið á vættunum, eða hvort aðrir kvenvættir falli e.t.v. betur að því hlutverki.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_khb9.pdf387.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna