is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18054

Titill: 
 • Blæðingar af völdum Kóvar. Milliverkanir við önnur lyf
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Kóvar (warfarín) sem er mikilvægt blóðþynningarlyf hefur þröngt verkunarsvið og stutt er milli van- og ofþynningar. Blæðingar eru algengasta aukaverkun lyfsins. Óljóst er hversu stór hluti af sjúklingum sem blæða marktækt er við ofþynningu eða við meðferðarmörk og oft er óljóst hver ástæðan er fyrir ofþynningu og blæðingum sem geta fylgt í kjölfarið. Mögulegar ástæður geta verið milliverkanir við önnur lyf.
  Efni og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn á einstaklingum með INR gildi yfir 5 sem lögðust inn á LSH á árabilinu 2012 til 1 feb 2014. Sjúklingar voru flokkaðir eftir alvarleika blæðingar. Klínískt marktæk blæðing var skilgreind sem hemóglóbín < 100g/l, blóðgjöf, >100 í púls, systólískur blóðþrýstingur <100 og/eða innlögn vegna blæðingar. Tveir sjúklingar sem lögðust inn á sama tímabili með 2< INR <3 voru paraðir við hvern blæðara m.t.t. kyns og aldurs (+/- 5ár). Upplýsinga var aflað úr sögukerfi LSH. Lyfjasaga 6 mánuðum fyrir innlögn hjá blæðurum var skoðuð. ATC flokkar sem eru 5 þrepa flokkunarkerfi þar sem lyf eru flokkuð eftir því í hvaða líffærakerfi þeim er aðallega ætlað að hafa áhrif voru skoðaðir m.t.t. nýrra lyfja síðasta mánuðinn fyrir innlögn. Milliverkanir þessara flokka og kóvar voru skoðaðar í lyfjagagnagrunnunum MicroMedex og Stockley‘s Drug Interactions.
  Niðurstöður: Notaðar voru 3024 mælingar frá 1229 einstaklingum. Alls reyndust 208 einstaklingar uppfylla INR > 5, 102 karlar (49%), meðalaldur 78 ár. Alls voru 52 (25%) með klínískt maktæka blæðingu, 25 karlar (48%). Af þessum 52 blæðingum voru 26 frá meltingarvegi (50%), 11 af óþekktum stað (21%), 4 nefblæðingar (8%) og 11 af öðrum orsökum (21%). Alls 12/104 sjúklinga með eðlileg meðferðarmörk voru með klínískt marktæka blæðingu (p<0.00001). Samtals 23/52 (44%) byrjuðu á nýjum lyfjum innan við mánuð frá blæðingunni. Alls fengu 12/52 (23%) ávísað lyfjum með paracetamóli, paracetamól (n=9), parkódín forte (n=2), zopiclone (n=5), morfín (n=2) og 14/52 (27%) fengu ávísað öðrum lyfjum. Paracetamólnotkun 1 mánuði fyrir blæðingu/innlögn reyndist marktækt meiri í blæðingarhóp en í viðmiðunarhóp (P=0.0074) og voru um 4 sinnum líklegri til að fá blæðingu en viðmið. Zopiklon notkun reyndist einnig marktækt meiri í blæðingarhóp.
  Ályktanir: Alls 25% sjúklinga með INR > 5 fengu klínískt marktæka blæðingu aðallega frá meltingarvegi sem var helmingi algengara en við eðlilegt meðferðarmörk. Algengt var að blæðarar hafi nýlega hafið lyfjanotkun sem gæti haft þýðingu við ofþynningu og hættu á blæðingum. Þar ber hæst paracetamól en u.þ.b. fjórðungur byrjaði á paracetamól-lyfjum.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atliþengilssonbscritgerð.pdf582.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna