is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18056

Titill: 
  • Áhrif bættra samgangna á lífvænleika samfélaga. Þrjár samgöngubætur: Hvalfjarðargöng, Landeyjahöfn og Héðinsfjarðargöng
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður byrjað að fara yfir eina þekktustu kenningu í efnum um bættar samgöngur og áhrif þess. Einnig verður farið yfir nokkrar rannsóknir og niðurstöður þeirra. Kaflarnir þar á eftir skiptast eftir samgöngubótunum sem farið verður yfir í þessari ritgerð og sveitarfélaginu sem þær samgöngubætur eiga að ýta undir lífvænleika í. Landeyjahöfn á t.a.m. ýta undir lífvænleika í sveitarfélaginu Vestmannaeyjum. Helstu þættir sem skoðaðir voru í hverju sveitarfélagi samhliða samgöngubótunum voru atvinnuvegir, mannfjöldi, kynjadreifing, meðalaldur og þróun húsnæðismarkaðs. Markmið þessarar ritgerðar er því að færa rök fyrir því að bættar samgöngur hafi jákvæð áhrif á lífvænleika samfélaga. Rannsóknir leiddu í ljós að íbúaþróun á Akranesi, í Vestmannaeyjum og í Fjallabyggð tók jákvæðum breytingum eftir að bættum samgöngum var komið á. Áhugavert var að sjá að bæði í Vestmannaeyjum og í Fjallabyggð var konum á barnseignaraldri, þ.e. aldrinum 19-35 ára, og börnum á aldrinum 0-5 ára að fækka töluvert á ári fyrir komu samgöngubótanna. Eftir opnun Landeyjarhafnar og Héðinsfjarðarganga hefur fækkun í þessum tveimur aldurshópum tekið enda og er þeim nú að fjölga töluvert í báðum samfélögunum. Atvinnulíf í öllum sveitarfelögunum efldist töluvert og hefur vöxtur ferðaþjónustu átt þar töluverðan hluta, allavega í Vestmannaeyjum og Fjallabyggð. Hvað varðar húsnæðismarkað þá seljast nú fleiri eignir í öllum þremur sveitarfélögunum en seldust áður en samgöngubótunum var komið á. Að mati höfundar má sjá skýr jákvæð merki á lífvænleika sveitarfélagana þriggja. Af þessum niðurstöðum dregur höfundur þar með ályktun um að bættar samgöngur hafi jákvæð áhrif á lífvænleika samfélaga, að minnsta kosti til skamms tíma.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18056


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif bættra samgangna.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna