is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18059

Titill: 
 • Upplifun ungs fólks af offitumeðferð á Reykjalundi
 • Titill er á ensku Young adults’ experience of obesity treatment at Reykjalundur rehabilitation center in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ofþyngd og offita er eitt mesta heilsufarsvandamál í heiminum í dag og hefur tíðni aukist bæði meðal barna og fullorðinna. Mikilvægt er að ná til ungs fólks svo hægt sé að kenna þeim að temja sér heilbrigðari lífsstíl.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og mat ungs fólks af sérsniðinni offitumeðferð á Reykjalundi. Notast var við eigindlega aðferð og lagt upp með eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1) Hvernig upplifðu þátttakendurnir offitumeðferðina á Reykjalundi? 2) Hvernig meðtóku einstaklingarnir meðferðina og 3) hvernig sáu þátttakendur framtíð sína í ljósi meðferðarinnar?
  Öflun gagna fór fram með viðtölum við átta þátttakendur í meðferðinni og voru viðtölin tekin í síðustu viku aðalmeðferðarinnar sem varði í fimm vikur. Einnig var notast við dagbókarnótur sem rannsakandi skráði hjá sér á meðan á meðferð stóð.
  Niðurstöður sýndu að þátttakendur voru almennt fremur jákvæðir gagnvart meðferðinni. Þeir fengu nýjan skilning á heilsusamlegum lífstíl þar sem hreyfing varð ánægjulegri og litið var á matarvenjur og fæðuval á heilbrigðari hátt en þeir höfðu vanist. Samband þátttakenda við starfsfólkið á Reykjalundi var gott, þeim fannst mikilvægt að geta leitað til fagaðila þegar þá vantaði stuðning og ráðleggingar. Í því fólst ákveðin hvatning að vita að þeir gætu leitað til starfsfólksins eftir að meðferðinni lyki. Einnig var stuðningur og þátttaka fjölskyldu og vina utan meðferðarinnar þeim mikilvægur. Þátttakendurnir litu ekki langt fram í tímann, þeir ætluðu að einbeita sér að því að viðhalda lífsstílsbreytingunni í framhaldi af meðferðinni og mæta í endurkomu á Reykjalund. Segja má að þeir hafi litið á endurkomu sem hvatningu til að halda áfram lífsstílsbreytingunni. Til að viðhalda hreyfingunni ætluðu allir að halda áfram í líkamsrækt, þrátt fyrir að fyrri reynsla nokkurra þeirra hafi ekki verið hvetjandi.
  Til að bæta meðferðina mætti mögulega velta því upp í ljósi niðurstaðna að setja offitumeðferðina í betra samhengi við umhverfi og líf þátttakenda. Ein leið væri að veita persónulega aðstoð við að finna og aðlagast nýjum aðstæðum til hreyfingar, hvort sem um væri að ræða heilsuræktarstöð, hlaupahóp eða annað. Einnig vöknuðu hugmyndir um að virkja foreldra meira og gera þá ábyrgari í meðferð barna sinna.
  Þátttakendur upplifðu meðferðina á jákvæðan hátt. Með niðurstöðunum vöknuðu spurningar um hvort setja mætti offitumeðferðina í betra samhengi við líf og umhverfi þátttakendanna. Frekari rannsóknir um upplifun einstaklinga af offitumeðferð eru þarfar sem og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga með offitu á þeim aldri sem hér er um rætt.

 • Útdráttur er á ensku

  Overweight and obesity are one of the most serious global health problems today and the problem has dramatically increased both in children and adults. It is important to reach young people so that it is possible to teach them to establish healthy lifestyles.
  The aim of this study was to investigate the experience of young people and assess their personalized treatment for obesity at Reykjalundur rehabilitation center in Iceland. Using qualitative methods, we posed the following research questions: 1) How did the participants experience their customized treatment for obesity at Reykjalundur? 2) How did the individuals embrace the treatment and 3) How did they see their future in light of the treatment?
  The study was conducted through individual interviews with eight participants in the obesity treatment, and interviews were conducted in the last week of the primary treatment which lasted five weeks. Diary notes recorded by the researcher during the course of treatment were also used.
  The results indicated that the participants were rather positive towards the treatment in general. They gained new appreciation of a healthy lifestyle where exercise became more enjoyable and attained a new perspective towards eating habits and a healthier diet. The participants had a good relationship with the personnel at Reykjalundur, they felt it was important to be able to rely on professionals when they needed support and advice. It represented a definite incentive to know that they could turn to the staff after the treatment was completed. Also, support and participation of their families and friends outside of the treatment was important. The participants did not fixate on the future, they instead focused on maintaining a lifestyle change in continuation of the treatment and planned to return to Reykjalundur for a follow-up visit reunion. One could say that they saw the reunion as a motivation for maintaining the lifestyle change. To maintain their activity level, everyone planned to continue with physical exercise despite the earlier experience of a few which had not been encouraging.
  The results raised the idea that the obesity treatment could be put in a better context with the daily environment and life of the participants. One way would be to provide personalized assistance to find and adapt new opportunities for physical activity, whether at a gym, in a running group or other. There were also ideas to include the participants´ parents and to give them more responsibility in the treatment of their children.
  Participants reported having a positive experience with the treatment. The conclusions raised questions regarding whether it would be sensible to adjust the treatment program to better align it with the lifestyle and surrounding environment of the participants. Additional study is needed about how individuals experience obesity treatment as well as treatment techniques for obese individuals in the age group examined in the study.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPH Meistararitgerð Brynju PDF.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna