is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18061

Titill: 
 • Framtíðarþing um farsæla öldrun. „Hún er farsæl ef maður er sáttur“
 • Titill er á ensku Assembly on successful aging for the future. "Successful aging is contented aging"
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á síðustu áratugum hefur í öldrunarfræðum verið lögð áhersla á farsæla öldrun, skilgreint hvað felst í henni og hvernig best sé að stuðla að henni. Ýmsar kenningar og líkön hafa verið settar fram um hvað farsæl öldrun feli í sér frá mismunandi sjónarhornum séð. Hinn 7. mars 2013 var haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun þar sem farsæl öldrun var rædd auk annarra mála.
  Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvað Íslendingar telja vera farsæla öldrun og hvernig best sé að stuðla að henni, hvernig þær niðurstöður samrýmast kenningum og rannsóknum í öldrunarfræðum og hvernig niðurstöður samrýmast opinberri stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum. Auk þess að leggja mat á þýðingu Framtíðarþings um farsæla öldrun fyrir öldrunarmál.
  Framtíðarþingið var byggt upp með sextán rýnihópum með samtals 126 þátttakendum. Svör við spurningunum: Hvað er farsæl öldrun? og hvernig er best að stuðla að farsælli öldrun? voru greind með grundaðri kenningu. Rannsóknin sýndi fram á að sjö samverkandi þættir fela í sér farsæla öldrun og stuðla að henni. Þeir eru huglægir einstaklingsbundnir þættir, hlutlægir einstaklingsbundnir þættir, virkni, félagsleg tengsl, samfélagið, þjónusta við aldraða og stjórnsýslan. Niðurstöður voru settar fram myndrænt sem grunduð kenning í félagsvistfræðilegu líkani þar sem huglægir einstaklingsbundnir þættir eru kjarni líkansins.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna sem gerðar hafa verið á áliti aldraðra á farsælli öldrun. Niðurstöður Framtíðarþingsins voru í miklu samræmi við stefnumótun stjórnvalda og gefa vísbendingu um að óskir þátttakenda á Framtíðarþinginu og stefna stjórnvalda fari að miklu leyti saman. Stjórnvöld þurfa þó að fylgja eigin stefnu betur eftir.

 • Útdráttur er á ensku

  Over the last few decades, the focus of gerontology has shifted toward successful aging, defining what that entails, and how best it can be facilitated. Different theories and models have emerged which attempt to explain the meaning of successful aging using inclusive and descriptive approaches. On March 7th 2013, a national assembly was held in Iceland with the primary focus on discussing successful aging and its essential components.
  The aim of this study was threefold: first to determine the Icelanders’ perspective on successful aging and how it can best be achieved; second, to discuss how compatible the results from the assembly are with existing theories and studies in gerontology and with current welfare policy for the elderly; and lastly to assess the significance of the national assembly on successful aging for the field of geriatric services and gerontology.
  The national assembly was made up of sixteen focus groups with a total of 126 participants. Participants’ answers to the questions: “What is successful aging?” and “What are the best way to promote successful aging?” were analysed using grounded theory. The study showed seven interrelated factors that both constitute successful aging and promote successful aging. They are subjective individualised factors, objective individualised factors, activity, social interaction, community, services for the elderly, and public policy. Results were presented graphically as a social ecological model where the subjective individualised factors make up the core of the model.
  The results of the national assembly were generally in line with what has been published on older adults’ perception of what constitutes successful ageing. The results were also in good accordance with the government’s policy planning, indicating that participants’ suggestions and current welfare policy for the elderly are similar although the government needs to be more efficient in carrying out its policy.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak_Ragnheidur_rett.pdf2.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna