is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18062

Titill: 
 • Könnun á gæðum HbA1c mælinga á landsvísu
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur. Mælingar á glýkóhemóglóbíni (HbA1c) eru mikið notaðar við meðferð og eftirfylgni hjá sjúklingum með sykursýki og á árinu 2009 mælti nefnd sérfræðinga með notkun HbA1c til sjúkdómsgreiningar á sykursýki. Markmið verkefnisins var að kanna gæði HbA1c mælinga á rannsóknarstofum á Íslandi, bæði hvað varðar frávik og markvísi, og hvort þær uppfylla alþjóðlegar gæðakröfur fyrir HbA1c mælingar Einnig var notkun innra gæðaeftirlits og ytra gæðamats könnuð á rannsóknarstofunum.
  Aðferðir. Sjö rannsóknarstofur og göngudeild sykursjúkra barna á barnaspítalanum tóku þátt, en þátttakendur nota ýmist almenn efnagreiningar- eða nándarrannsóknartæki til að mæla HbA1c. Niðurstöðum úr innra gæðaeftirliti og ytra gæðamati var safnað saman frá rannsóknarstofunum. Búin voru til 10 safnsýni til HbA1c samanburða mælinga og niðurstöður allra þátttakenda bornar saman.
  Niðurstöður. Innra gæðaeftirlit rannsóknarstofa var stöðugt og með lágan frávikstuðul. Ytra gæðamat kom vel út á tveim rannsóknarstofum. Á einni rannsóknarstofu voru 4 mælingar af 11 sem voru utan við sett gæðamörk og á annarri voru tvær mælingu fyrir utan þeirra. Niðurstöður HbA1c sjúklinga mælinga milli rannsóknarstofa ber vel saman.
  Ályktun. Helsta ályktun sem er hægt að draga af þessu verkefni er sú að mælingum á HbA1c, bæði á nándartækjum og almennum greiningartækjum rannsóknarstofa ber mjög vel saman milli rannsóknarstofa á Íslandi. Rannsóknarstofurnar á Íslandi uppfylla alþjóðlegar gæðakröfur um markvísi og frávik innra gæðaeftirlits.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Herjólfsdóttir Diplómaritgerð.pdf2.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna