is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18063

Titill: 
  • „Þöglu árin.“ Baráttan fyrir launajafnrétti kynjanna á árunum 1944-1961
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • „Þöglu árin“ eru þau ár nefnd sem liðu á milli loka fyrstu bylgju kvennahreyfingarinnar og upphafs þeirrar annarrar. Sagt hefur verið að sú mikla alda kvenréttindabaráttu sem fylgdi fyrstu hreyfingunni hafi lægst á árunum 1930-1960 og rödd hennar þagnað. Sú skoðun virðist þó ekki alveg vera á rökum reist, en í þessari ritgerð verður sjónum beint að þeirri miklu baráttu fyrir launajafnrétti sem átti sér stað hér á landi á þessum árum og þannig sýnt fram á að röddin var langt frá því að vera þögnuð.
    Hluti baráttunnar fór fram á Alþingi, en þar voru lögð fram frumvörp til laga og tillögur til þingsályktunar sem áttu að stuðla að því að konur fengju loksins þann sjálfsagða rétt sem launajafnrétti er. Eins og við má búast voru uppi margar raddir og skoðanir á þessari baráttu og kröfum kvenna og ekki voru allir á eitt sáttir. Mörgum fannst að jafnréttinu hefði verið náð þar sem konur höfðu öðlast fullt borgaralegt jafnrétti fyrir lögum og því væri ekki nauðsyn að berjast lengur. Sumir virðast jafnvel hafa lokað augunum fyrir misréttinu sem var við lýði. Á meðal þeirra sem svo álitu voru þingmenn á Alþingi en þó voru margir sem vissulega sáu misréttið og reyndu að koma hér á fullu launajafnrétti kynjanna. Jafnréttisbaráttan átti þó einnig sína fulltrúa á Alþingi sem tóku að sér að sinna baráttunni í þingsal, þó hún hafi vissulega verið háð á öðrum vígstöðvum. Eftir þrautamikla göngu með þrjóskuna að vopni og vissuna fyrir réttmæti launajafnréttisins tókst að lokum að koma því í lög.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þöglu árin.pdf802.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna