Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18066
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Helsti tilgangur ritgerðarinnar er að skoða ofbeldi gegn karlmönnum í nánum samböndum sem þeir verða fyrir af hendi fyrrverandi eða núverandi kvenkyns maka, unnustu eða sambýliskonu. Gerð er grein fyrir ofbeldi í nánum samböndum og af hverju karlmenn viðurkenna síður ofbeldið. Karlmenn telja vissar hindranir standa í vegi fyrir þeim er þeir reyna að yfirgefa ofbeldiskonuna.
Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að karlkyns þolendur leita síður hjálpar vegna þess að þeir hræðast viðbrögð annarra. Skömm, niðurlæging og fordómar er ein ástæða þess. Helstu hindranir sem karlmenn upplifa eru a) hræðsla við að missa tengsl við börn sín og konuna, b) viðbrögð annarra, c) vilja ekki slíta trúarlegum heitum d) trúa að konan geti breyst og ofbeldinu ljúki og e) fjárhagsstaða. Það er mikilvægt að árangursrík úrræði séu til staðar, en hér á landi eru það samtökin Stígamót, Aflið og Drekaslóð sem veita meðal annars karlkyns þolendum aðstoð ásamt sjálfstætt starfandi fagaðilum eins og sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Helsta hlutverk félagsráðgjafa er að mæta karlmönnum í slíkri stöðu á fordómalausan hátt og virða manngildi hvers og eins með heildarsýn í huga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Selma Guðbrandsdóttir .pdf | 643,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |