en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18069

Title: 
 • Title is in Icelandic Barnavernd: Samanburður á löggjöf Íslands og Danmerkur
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Frá örófi alda hefur ofbeldi fylgt mannkyninu með ýmsum hætti. Því má halda fram að alvarlegasta form ofbeldis sé gegn börnum sem geta ekki varið sig. Nú í dag er viðtekin venja að verja börn gegn hverju því ofbeldi sem að þeim beinist en þó eru skiptar skoðanir á því hvað þykir gott uppeldi og hvaða refsingum er viðeigandi að beita í barnauppeldi. Ill meðferð á börnum er vandamál sem er erfitt viðfangs. Ofbeldi gegn börnum virðist engu að síður vera nokkuð útbreitt í öllum samfélögum. Þó erfitt sé að ætla fjölda barna sem verða fyrir skaða af höndum foreldra sinna og annarra fjölskyldumeðlima er ill meðferð á börnum skilgreind um allan heim sem alvarlegt vandamál hvað varðar lýðheilsu og mannréttindi, ásamt því að vera lögfræði- og félagslegt vandamál. Rannsóknir sýna að vel sé hægt að vinna gegn ofbeldi gagnvart börnum þó svo að hugmyndir fólks um ofbeldi séu menningarbundnar
  Þegar kemur að vernd barna og ungmenna er starfað eftir umfangsmikilli löggjöf sem tekið hefur áratugi að þróast, löggjöf sem tekur stöðugum breytingum með það markmið að bæta það sem betur má fara. Markmiðin felast fyrst og fremst í því að bjóða upp á umfangsmikla félagsþjónustu til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál íbúa.
  Íslendingar bera sig jafnan saman við aðrar þjóðir þegar kemur að mótun löggjafar á hinum ýmsu sviðum og er barnavernd þar engin undantekning.
  Í þessari ritgerð er íslensk löggjöf á sviði barnaverndar borin saman við þá dönsku með það að markmiði að koma auga á líkindi í þessum efnum og hvað þykir ólíkt. Í báðum löndunum hefur verið lögð áratuga vinna í að þróa umfangsmikla löggjöf sem stuðlar að því að börn og ungmenni alast upp við viðunandi uppeldisskilyrði, löggjöf sem stuðlar með ítarlegum hætti að vernd barna og ungmenna og reynir þar með að tryggja að börn alist upp við viðunandi uppeldisskilyrði.

Accepted: 
 • May 12, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18069


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð SMA.pdf599.39 kBOpenHeildartextiPDFView/Open