en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18072

Title: 
 • Title is in Icelandic Nýr alþjóðlegur gjaldmiðill. Hvað er rafgjaldmiðillinn Bitcoin og hvernig má nýta hann í fjármálaheimi nútímans
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Undanfarna áratugi hafa þjóðir um allan heim notast við fiat-peninga. Fiat peningurinn er gefinn út af ríkisstjórnum víðsvegar um heiminn en hefur ekkert raunverulegt virði. Áður fyrr var hægt að fá peningunum sínum skipt út fyrir gull hjá ríkisstjórnum en eftir að sá kostur var afnumin hefur fiat peningurinn aðeins haft virði vegna lagasetninga ríkisins. Gjaldmiðlum er stjórnað af ríkinu sem hamið getur flutning fjármagns til og frá landi ásamt því að allar rafrænar peningafærslur eru rekjanlegar þar sem þær eru skráðar af þriðja aðila sem sér um að greiðslur eigi sér stað.
  Með Bitcoin var miðstýringu banka með gjaldmiðilinn eytt. Bitcoin var settur á laggirnar sem nýr gjaldmiðill og ný greiðsluleið. Allar greiðslur eru staðfestar af notendum Bitcoin og engin leið er að rekja millifærslur á milli reikninga til eigenda reikninganna. Bitcoin er byggður til að frjálst flæði fjármagns geti átt sér stað með landamæralausum gjaldmiðli, en þannig kemur gjaldmiðillinn í veg fyrir að gjaldeyrishöft geti aftrað sér.
  Fjárfestar hafa fengið aukinn áhuga á Bitcoin undanfarin ár þar sem að gjaldmiðillin hefur sveiflast mikið í virði og einstaklingar hafa orðið moldríkir af sáralítilli fjárfestingu. Því hafa skapast fjárfestingarsjóðir til þess að auðvelda almenningi aðgang að rafmyntinni. Lagalegar hindranir eiga hinsvegar stærstan hlut í því að ákveða hvort gjaldmiðillinn muni halda áfram að rísa eða hvort að að lokum sé komið

Accepted: 
 • May 12, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18072


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS Riterð 2014 - Björn Ingi Björnsson.pdf679.77 kBOpenHeildartextiPDFView/Open