is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18076

Titill: 
  • Hvatning starfsmanna í þremur útibúum Íslandsbanka
  • Titill er á ensku Employee motivation in three branches of Íslandsbanki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um hvatningu starfsmanna og er markmið ritgerðarinnar að kanna hvaða hvataþættir það eru sem hafa mest hvetjandi áhrif á starfsmenn í þremur útibúum Íslandsbanka. Hvatning eru ákveðnir þættir sem verða til þess að einstaklingar hegða sér á ákveðinn hátt og hvatning hreyfir við manneskjum til að framkvæma. Hvatning starfsmanna hefur áhrif á starfsánægju og starfstengd hvatning hvetur starfsmann til þess að standa sig betur í starfi og auka afköst sín. Hvatning getur verið af mismunandi toga þannig að hún feli annaðhvort í sér innri eða ytri hvata.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem þátttakendur voru annars vega beðnir um að taka afstöðu til að hve miklu leyti ákveðnir hvataþættir skipta þá máli í starfi og hins vegar að raða ákveðnum hvataþáttum í röð eftir því hversu hvetjandi áhrif þeir hafa á þátttakendur. Spurningalisti var lagður fyrir starfsmenn í útibúum Íslandsbanka á Eiðistorgi, Kirkjusandi og í Kringlunni og svöruðu 35 starfsmenn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að áhugavert starf er sá hvataþáttur sem virðist hafa mest hvetjandi áhrif á starfsmenn í útibúunum þremur og hvataþátturinn að starfið feli í sér ábyrgð virðist hafa minnst hvetjandi áhrif.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólveig_Halldórsdóttir_BS.pdf1,06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna