is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18079

Titill: 
  • Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Bólusetningar hafa bjargað ótal mannslífum og dregið úr smitsjúkdómum og sjúkdómsbyrði. Þegar nýgengi sjúkdóma lækkar er fólk síður kunnugt hættum þeirra og beinist þá athyglin í auknum mæli að hugsanlegum áhættum og aukaverkunum tengdum bólusetningum. Áhyggjur almennings um aukaverkanir bólusetninga hafa aukist og vísbendingar eru erlendis um að foreldrar neiti eða fresti bólusetningu barna sinna í meira mæli en áður. Lítið er vitað um viðhorf almennings og annara hópa til bólusetninga á hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna afstöðu til bólusetninga barna á Íslandi, skoða afstöðu sérstakra hópa og áhrif bakgrunnsþátta á afstöðu.
    Efni og aðferðir: Spurningalisti með 11 spurningum um afstöðu til bólusetninga auk spurninga um bakgrunnsþætti var sendur á fjögur úrtök með tölvupósti (N = 20.641): almenningsúrtak úr netpanel félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands (HÍ) (n = 4987), starfsmenn Landspítalans (n = 4414), starfsmenn (n=1143) og nemendur (n = 10.097) HÍ. Gögn voru flutt í SPSS þar sem gerð var tvíþátta fjölbreytu lógístísk aðhvarfsgreining.
    Niðurstöður: Alls fengust svör frá 6501 einstaklingum: 3141 frá almenningi, 1883 frá Landspítala, 917 frá háskólanemum og 560 frá starfsmönnum HÍ. Heildarsvarhlutfall var 31,5%. Minnst var svarhlutfall meðal háskólanema (9,1%) en hæst meðal almennings (63%). Yfir 95% þátttakenda voru mjög eða frekar hlynntir bólusetningu barna á fyrsta og öðru aldursári. Alls voru 79 manns (1,2%) mjög eða frekar andvígir bólusetningu barna á fyrsta og/eða öðru ári. Þá voru 90% þátttakenda mjög eða frekar sammála því að bóluefni veiti vörn gegn sýkingum, 92% treysta íslenskum heilbrigðisyfirvöldum til að ákveða fyrirkomulag bólusetninga og 96% myndu bólusetja barn sitt skv. íslensku fyrirkomulagi. Rúmlega 9% voru mjög eða frekar sammála því að óttast alvarlegar aukaverkanir bólusetninga og 15% töldu náttúrulegar sýkingar séu heilbrigðari en bólusetning. Óvissa einkennir afstöðu til upptöku bólusetninga barna gegn hlaupabólu og inflúensu en fáir voru þeim þó andvígir. Ýmsir bakgrunnsþættir t.d kyn,búseta og menntun höfðu áhrif á afstöðuna. Nemar og starfsmenn við heilbrigðisvísindasvið HÍ og læknar á Landspítala voru líklegri til að hafa afgerandi jákvætt viðmót til bólusetninga.
    Ályktun: Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi er afgerandi jákvæð og gefur góð fyrirheit um að áfram megi halda smitsjúkdómum hérlendis í skefjum. Andstaða við bólusetningar og efasemdir um virkni þeirra eru til staðar, þó ekki í miklu mæli.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc RITGERÐ - Final.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna