is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1808

Titill: 
  • Leikskólinn og samskipti við seinfæra foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um samstarf leikskólans og seinfærra foreldra. Ritgerðin byggir á rituðum heimildum um seinfæra foreldra og hvernig leikskólinn getur unnið í samvinnu við seinfæra foreldra til að auka velferð barna þeirra.
    Markmið verkefnisins er að skoða hvernig við getum eflt samskipti og aukið stuðning við seinfæra foreldra barna í leikskólum. Því þrátt fyrir að réttur einstaklinga til þess að stofna til fjölskyldu sé sterkur er ekkert í lögum sem kveður sérstaklega á um stuðning við seinfæra foreldra. Farið verður yfir hversu mikilvægur stuðningur er seinfærum foreldrum svo þau öðlist öruggari og betri sýn í uppeldismálum en fram kemur í viðtölum við félagsráðgjafa og leikskólakennara að stuðningur við seinfæra foreldra er mismikil. Með auknu fræðsluefni til leikskólakennara og starfsfólks getur móttaka seinfærra foreldra með börn sín í leikskóla orðið mun auðveldari fyrir alla aðila og undirbúningur og stuðningur í nýjum aðstæðum orðið bæði öruggari og afslappaðri.
    Lykilorð: Foreldrasamstarf, samskipti.

Athugasemdir: 
  • Leikskólabraut
Samþykkt: 
  • 28.8.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð 25 apríl.pdf290.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna