is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18081

Titill: 
  • Matslistinn Af hverju lífið – unglingar. Könnun á próffræðilegum eiginleikum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjálfsvígshegðun unglinga er vandamál á 21. öldinni og er mikilvægt fyrir íslenskt rannsóknarsamfélag að fá áreiðanlegt mælitæki, staðfært á íslensku þýði, til að nota við rannsóknir á sjálfsvígshegðun unglinga. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna próffræðilega eiginleika matslistans Reasons for Living Inventory – Adolesents, RFL-A sem í íslenskri þýðingu heitir Af hverju lífið – unglingar, AHL-U. Rannsóknarspurningin snýst um það hvort hægt sé að nota íslensku útgáfuna á AHL-U fyrir íslenska unglinga. Einnig voru lagðar fram þrjár undirspurningar sem eru: Er áreiðanleiki matslistans AHL-U góður, er réttmæti matslistans AHL-U hátt er þáttabygging matslistans AHL-U góð?
    Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta innri áreiðanleika og þáttabyggingu matslistans Af hverju lífið – unglingar (AHL-U) á meðal íslenskra unglinga, bera niðurstöðurnar saman við upprunalegu bandarísku rannsóknina og meta í kjölfar þess hvort listinn geti nýst við rannsóknir og klínískt mat á sjálfsvígshættu unglinga á Íslandi. Áreiðanleiki og réttmæti íslensku útgáfunnar af AHL-U var því mældur á meðal íslenskra unglinga og var skoðað hvort það væri munur á lýðfræðilegum einkennum en matslistinn var lagður fyrir 457 Íslenska unglinga á aldrinum 13-17 ára í grunn- og framhaldsskólum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að leitandi þáttagreining gaf fimm þætti sem voru allir sambærilegir bandarísku útgáfunni. Áreiðanleiki matslistans AHL-U var hár og hann var einnig með gott réttmæti. Það var tölfræðilega marktækur munur á milli stúlkna og drengja, þar sem stúlkum fannst fjölskyldusamstaða og samþykki og stuðningur jafnaldra vera mikilvægari ástæða í ákvörðuninni að fremja ekki sjálfsvíg en drengjum. Próffræðilegir eiginleikar listans AHL-U eru fullnægjandi og því dregur höfundur þá ályktun að íslenska útgáfan af AHL-U sé gott mælitæki fyrir þá sem vinna með unglinga með sjálfsvígshegðun og er hún nothæf fyrir klíníska vinnu og rannsóknir á íslandi.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18081


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa-Heida.pdf1,06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna