is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18087

Titill: 
  • Rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi leitast við að meta rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi og kortleggja hvar vankantarnir liggja heilt yfir og er það gert með viðtalsrannsókn þar sem rætt er við aðila sem hafa með aðkomu sinni, menntun eða reynslu öðlast sérþekkingu er snýr að rekstrarumhverfi þessa fyrirtækja á Íslandi og víðar. Í kjölfarið eru niðurstöður viðtala bornar saman við alþjóðlegar mælingar og má þar helst nefna skýrslu Alþjóðabankans Doing Business og skýrslu Alþjóða Efnahagsráðsins Competitiveness Report.
    Megin niðurstaða McKinsey skýrslunnar Charting a Growth Path for Iceland frá árinu 2011 var að auka þyrfti verðmæti útflutnings um 1.000 milljarða króna ef Íslendingar stefna á 3% hagvöxt næstu 20 árin. Sven Smit framkvæmdastjóri Mckinsey í Evrópu sagði í kjölfarið af útgáfu skýrslunnar að til þess að ná sem bestum árangri ættu Íslendingar ekki að dreifa kröftum sínum of víða heldur ættu þeir að leggja áherslu á þekkingadrifnar greinar sem hafa alþjóðlegar, söluhæfar og aðgreinanlegar vörur (Smit, 2014). Hugbúnaðar- og sprotageirinn uppfyllir öll þau skilyrði sem Smit tiltók. Hugbúnaðar- og sprotageirinn á Íslandi hefur verið að vaxa duglega á síðustu árum og hefur mikil þekking og reynsla myndast á Íslandi í þessum geira. Margt bendir til að Ísland geti orðið mjög ákjósanlegur staður til að byggja upp öflugan hugbúnaðar- og sprotageira. Hinsvegar hafa nokkur af stærstu og efnilegustu hugbúnaðarfyrirtækjum landsins verið að flytja hluta eða alla starfsemi sína úr landi síðastliðin misseri og er það verðugt rannsóknarefni að skoða hvernig rekstrarumhverfi slíkra fyrirtækja er á Íslandi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru í raun mjög skýrar og nokkuð afgerandi staðfestar af alþjóðlegum mælingum. Þegar kemur að rekstrarumhverfi hugbúnaðar- og sprotafyrirtækja á Íslandi felast veikleikarnir fyrst og fremst í ófullnægjandi fjármögnunarumhverfi, vanköntum á skattaumhverfinu og takmörkuðum aðgangi að sérfræðiþekkingu. En Ísland hefur líka marga styrkleika á þessum vettvangi og eru styrkleikarnir margir hverjir fólgnir í þáttum sem eru ekki eins breytanlegir og veikleikarnir eins og menningu, smæð, tengslum og aðgangi. Á Íslandi er gott að stofna fyrirtæki, aðgangur er að góðu tengslaneti, styttra er í prufumarkaði en almennt gengur og gerist erlendis og grunnaðstæður eru til staðar til þess að mikill hraði getur verið í ferlinu að breyta hugmynd í fyrirtæki.
    Við rannsóknina voru ýmsar lausnir ræddar og rannsakanda bent á margar fyrirmyndir sem mögulega kynnu að gagnast Íslandi. Í lok rannsóknarinnar eru kynntar nokkrar af helstu lausnum og fyrirmyndum sem rannsakandi telur að geti verið til gagns á Íslandi og snúa þá að þeim veikleikum sem mældust.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Tryggvi Hjaltason.pdf1,68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna