is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18088

Titill: 
 • Ífarandi myglusveppasýkingar á Landspítala háskólasjúkrahúsi á tímabilinu 2007-2012
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Ífarandi myglusveppasýkingar eru vandamál víða um heim, sérstaklega meðal ónæmisbældra. Ættkvíslin Aspergillus er helsti sýkingavaldur meðal myglusveppa, en sýkingingum af völdum annarra ættkvísla fer fjölgandi. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta nýgengi og aðra faraldsfræðilega þætti ífarandi myglusveppasýkinga á árinu 2007 til 2012. Rannsóknin er síðasti hluti stærri rannsóknar sem nær frá árunum 1984 til 2012.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og fékkst við alla sjúklinga á Landspítala (LSH) á árunum 2007-2012 sem uppfylltu viss leitarskilyrði. Leitað var að öllum ræktunum á myglusveppum á sýklafræðideild LSH, öllum ICD-10 greiningum í sjúkraskrárkerfi LSH sem samræmdust ífarandi myglusveppasýkingum og öllum SNOMED númerum sem úthlutað var af rannsóknarstofu LSH í vefjameinafræði og samræmdust sýkingunum. Sjúkraskrár þessara sjúklinga voru skoðaðar og metið hvort að saga þeirra samræmdist alþjóðlegum skilgreiningum á ífarandi myglusveppasýkingum. Þeir sjúklingar sem ekki féllu að slíkum skilgreiningum voru annað hvort flokkaðir með bólfestu, sveppabolta í lungum, sveppabolta í skútum eða ræktanir frá þeim metnar sem menganir.
  Niðurstöður: Í heild uppfylltu 132 sjúklingar leitarskilyrðin. Sextán þessara sjúklinga voru flokkaðir með sýkingu. Af þeim voru tíu með líklega sýkingu en sex með sannaða sýkingu. Í þrettán tilvikum voru sýkingarvaldarnir Aspergillus og Aspergillus-líkir sveppir, tvisvar Rhizopus og einu sinni Rhizomucor. Fjórir sjúklingar voru flokkaðir með sveppabolta í lungum og átta með sveppabolta í skútum. Bólfesta var greind hjá 24 sjúklingum og ræktanir frá 80 sjúklingum voru metnar sem menganir. Nýgengi ífarandi myglusveppasýkinga á tímabilinu var 0,84 á 100.000 íbúa á ári. Dánartíðnin var 44% af þeim 16 sjúklingum sem greindust með ífarandi sýkingu. Nýgengi Aspergillus-sýkinga var metið fyrir árin 1984 til 2012, en það breyttist ekki martktækt á tímabilinu. Rannsóknartímabilinu var einnig skipt upp í tímabilin 1984-2002 og 2003-2012 til að kanna dánartíðni á meðal sjúklinga með Aspergillus-sýkingar. Á fyrra tímabilinu dóu 83% af 23 sjúklingum en á því seinna 45% af 20 sjúklingum (p = 0,01).
  Umræður: Niðurstöður benda að nýgengi greindra ífarandi Aspergillus-sýkinga hafi ekki breyst marktækt undanfarna þrjá áratugi. Þær benda hins vegar til þess að dánartíðni vegna sýkinganna hafi lækkað verulega. Ástæður þessa gætu verið að sýkingarnar greinist fyrr í sýkingarferlinu og vegna bættra meðferðarmöguleika með tilkomu sveppalyfja úr flokki azole lyfja.

Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18088


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ífarandi myglusveppasýkingar - Helgi Guðmundur Ásmundsson.pdf784.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna