is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18089

Titill: 
  • Ríkisskuldakreppan innan evrusvæðisins. Grikkland, Írland og Portúgal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Árið 2008 reið yfir heiminn fjármálakreppa sem varð sýnileg þegar Lehman Brothers, fjárfestingabanki í Bandaríkjunum féll. Kreppan olli gríðarlegum erfiðleikum á evrusvæðinu og varð að alvarlegri ríkisskuldakreppu nokkura ríkja. Í ritgerðinni er ríkisskuldakreppa Grikklands, Írlands og Portúgals skoðuð en þar urðu skuldir ríkjanna ósjálfbærar eftir fjármálakreppuna 2008.
    Í Grikklandi hafði gríska ríkið verið rekið með mjög háu skuldahlutfalli en innganga í ESB hafði markað byltingu í efnahagsmálum þar sem hagvöxtur blómstraði og vextir lækkuðu. Þegar hagvöxtur hrundi og vextir hækkuðu árið 2008 varð skuldahlutfall landsins ósjálfbært. Á Írlandi var ríkisbúskapurinn rekinn með ágætum en árið 2008 sprakk húsnæðisbóla á Írlandi með þeim afleiðingum að bankarnir lentu í gríðarlegum erfiðleikum. Írska ríkið tók umdeilda ákvörðun um að bjarga bönkunum sem olli ríkisskuldakreppu á Írlandi. Portúgal lenti í ríkisskuldakreppu 2011 en landið hafði liðið fyrir lága framleiðni vinnuafls, rétt eins og Grikkland og lágum hagvexti. Fjármálakreppan 2008 olli því svo að fjárfestar misstu trú á Portúgal og landið lenti í ríkisskuldakreppu.
    Þrátt fyrir að aðstæður landanna séu ólíkar, lentu þau öll í verulegum erfiðleikum þar sem skuldahlutfall þeirra fór vel yfir 100% af vergri landsframleiðslu. Löndin þrjú voru svo þau fyrstu innan ESB sem var bjargað með neyðarlánum. Staða landanna þriggja er enn erfið en þó einna erfiðust hjá Grikkjum sem enn hafa mjög hátt skuldahlutfall. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að öll löndin eiga erfitt verk fyrir höndum við að lækka skuldahlutfall sitt en Írar eru þó í skástu stöðunni þar sem þeir hafa sterkustu innviðina af þessum þremur löndum og hagvöxtur mælist nú á Írlandi.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ríkisskuldakreppan innan evrusvæðisins. Grikkland, Írland og Portúgal.pdf992.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna