is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18097

Titill: 
  • Stuðningur ríkis og sveitarfélaga við barnafjölskyldur: Samanburður á Íslandi og Svíþjóð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð skoðar höfundur þann stuðning sem foreldrar fá frá ríki og sveitarfélögum. Sá stuðningur getur birst á margvíslegan hátt svo sem með launuðu orlofi, fæðingarstyrk, barnabótum, vaxtabótum og húsaleigubótum. Einnig er afsláttur og niðurgreiðslur veittar vegna barna á leikskóla eða hjá dagforeldri.
    Markmið ritgerðarinnar var að bera saman þessa þætti með tilliti til hjúskaparstöðu á Íslandi og í Svíþjóð þar sem miðað er við fjölskyldur með börn undir skólaskyldualdri. Niðurstöður leiddu í ljós að stuðningur er meiri til fjölskyldna með börn í Svíþjóð en á Íslandi.
    Við samanburð milli landanna kom í ljós að fæðingarorlofið er lengra og rýmra í Svíþjóð. Greiðslur barnabóta í Svíþjóð eru þær sömu fyrir alla og greiddar út mánaðarlega en á Íslandi eru þær tekjutengdar og greiddar ársfjórðungslega. Á Íslandi eru greiddar vaxtabætur en í Svíþjóð er vaxtatekjum og vaxtagjöldum jafnað saman áður en til skattlagningar kemur. Greiddar eru húsaleigubætur á Íslandi en í Svíþjóð er ekki gerður greinarmunur á hvort um leigu eða eigið húsnæði sé að ræða og kallast þær greiðslur húsnæðisframlag. Börn komast fyrr inn á leikskóla í Svíþjóð og er opnunartími þar sveigjanlegri og gjöld lægri.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stuðningur ríkis og sveitarfélaga við barnafjölskyldur.pdf769.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna