is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18098

Titill: 
  • Kvenhetjur Quentin Tarantino: Birtingarmyndir kvenna í kvikmyndum leikstjórans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í meginstraumsmyndum eru kvenpersónur gjarnan hlutgerðar eða þeim gefin einhæf hlutverk en í ritgerðinni verða kvenpersónur Quentin Tarantino í brennidepli. Leikstjórinn er þekktur fyrir að brjóta upp hefðbundin kvikmyndaform en hann ögrar engu að síður hefðbundnum kynjahlutverkum. Þrátt fyrir að kvikmyndir hans skarti konum í umfangsmiklum hlutverkum eru ekki allir á einu máli um ágæti þeirra. Því er vert að rannsaka þær nánar með áherslu á myndir sem hafa konur í aðalhlutverki en það eru myndirnar Jackie Brown (Quentin Tarantino, 1997), Kill Bill: Vol. 1 og 2 (Quentin Tarantino, 2003 og 2004) og Death Proof (Quentin Tarantino, 2007). Myndirnar verða greindar með tilliti til femínískra kvikmyndafræða og má þar nefna Bechdel-prófið, kenningar Carol J. Clover um kynjapólitík í hryllingsmyndum og kenningar Laura Mulvey um sjónræna nautn áhorfandans. Loks verður leitast eftir að svara því hvort kvenpersónur Tarantino standist þær kröfur að endurspegla raunhæfar ímyndir kvenna í nútímasamfélagi en í myndum hans má finna fjölda sterkra kvenpersóna auk annarra persóna sem hingað til hafa tilheyrt minnihlutahópum innan Hollywood-mynda.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Sara Haynes.pdf384.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna