is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/181

Titill: 
  • Viðhorf hjúkrunarfræðinga til faglegrar ábyrgðar gagnvart þolendum kynferðislegrar misnotkunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þekkingu, reynslu og viðhorf hjúkrunarfræðinga varðandi málefni fullorðinna þolenda kynferðislegrar misnotkunar. Einnig að kanna hvort þeim fyndist þeir bera ábyrgð á að vísa skjólstæðingi, er segði frá slíkri reynslu, á sérhæfða aðstoð til úrlausna og hvaða kosti þeir teldu ákjósanlegasta. Í rannsókninni var notuð lýsandi megindleg aðferð og var úrtakið 500 starfandi hjúkrunarfræðingar á Akureyri og í Reykjavík. Mælitækið var spurningalisti og við úrvinnslu gagna var notað tölvuforritið SPSS og Excel. Svarhlutfall var 35%. Í rannsókninni kom m.a. fram að flestir þátttakendur töldu þekkingu sína varðandi málefni kynferðislegrar misnotkunar að mestu koma frá fjölmiðlum. Alls höfðu 28% þátttakenda upplifað það í starfi að skjólstæðingar sem jafnframt væru þolendur kynferðislegrar misnotkunar í æsku leituðu til þeirra og 37% höfðu spurt skjólstæðinga sína beint um hugsanlega misnotkun. Samskiptatækni töldu 43% mikilvæga til að geta með faglegum hætti tekið á málum með skjólstæðingi sem segði frá slíkri reynslu. Aukinn starfsaldur hjúkrunarfræðinga virtist hafa áhrif á að þolendur leituðu til þeirra og einnig að þeir spyrðu skjólstæðinga sína beint. Hjúkrunarfræðingar starfandi á heilsugæslu, geð- og bráðadeildum báru oftar fram slíkar spurningar. Niðurstöður varpa ljósi á að auka þarf faglega þekkingu hjúkrunarfræðinga varðandi málefni fullorðinna þolenda kynferðislegrar misnotkunar. Einnig að æskilegt væri að ákveðið vinnuferli sé til staðar sem auki starfsöryggi þeirra og áræðni gagnvart þessum málum. Með því móti yrði heilbrigðiskerfið og starfsfólk þess betur í stakk búið til að taka á málum með þolendum slíks ofbeldis.
    Lykilorð: kynferðisleg misnotkun; fullorðnir; þolendur; menntun; þekking; reynsla; viðhorf; hjúkrunarfræðingar.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vidhorftholendur.pdf499.36 kBOpinnViðhorf hjúkrunarfræðinga til faglegrar ábyrgðar gagnvart þolendum kynferðislegrar misnotkunar - heildPDFSkoða/Opna