is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18102

Titill: 
  • Hegðun neytenda við ólöglegt niðurhal: Er kominn tími á nýtt aðgengi fyrir innlent myndefni?
  • Titill er á ensku Illegal downloading and consumer behaviour
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ólöglegt niðurhal er ríkjandi vandamál í heiminum í dag þar sem neytendur neyta efnis án þess að greiða fyrir notkun þess og myndast því stórt tap á hendur framleiðenda verksins sem niðurhalað er. Vandamálið er ekki nýtt af nálinni á Íslandi og virðist sem það fari vaxandi með hverju ári. Nágrannalönd okkar eins og Noregur hafa gripið til þeirra úrræða að banna þær vefsíður sem bjóða upp á ólöglegt niðurhal. Hins vegar bíður Noregur upp á sjónvarpsveitur þar sem neytendur greiða lágt verð fyrir þjónustuna.
    Markmið rannsóknarinnar var því tvíþætt, annars vegar að kanna hvað það er í hegðun neytanda sem knýr þá til að niðurhala ólöglega og hvaða þættir liggja þar á baki og hins vegar hvort neytendur sem niðurhala innlendu efni ólöglega hefðu áhuga að greiða fyrir sama efni ef það væri til innlend þjónusta sem biði upp á það. Við gerð rannsóknarinnar var gerð megindleg rannsókn þar sem send var út könnun til að fá svar við rannsóknarspurningunum.
    Helstu niðurstöður sýndu að ástæður fyrir ólöglegau niðurhali á innlendu efni megi rekja til þess að fólki finnst innlent efni of dýrt, að aðgengið að innlendu efni væri lélegt, að fljótlegra væri að niðurhala, að vinir, fjölskylda og vinnufélagar niðurhali og að niðurhal innlends efnis væri frítt. Niðurstöður sýndu einnig að fólk kýs að athuga fyrst hvað er í boði á vefsíðum sem hægt er að niðurhala efni á ólöglegan máta. Varðandi innlenda sjónvarpsveitu voru niðurstöðurnar þannig að fólk sem hafði niðurhalað á síðastliðnum 12 mánuðum var líklegra að gerast áskrifandi að innlendri sjónvarpsveitu ef slík þjónusta væri til. Niðurstöðurnar sýndu einnig að fólk sem niðurhalar telur að með tilkomu innlendrar sjónvarpsveitu muni niðurhal á innlendu sjónvarpsefni minnka.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna