is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18104

Titill: 
  • Græn félagsráðgjöf og sjálfbærni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhersla félagsráðgjafar hefur ávallt verið á manneskjuna í samspili við umhverfið. Uppi eru sjónarmið ýmissa fræðimanna um að félagsráðgjöfum beri að tala fyrir félagslegu réttlæti í sinni víðustu mynd að meðtöldu umhverfisréttlæti, þar sem heilsusamlegt umhverfi er hluti af mannréttindum og mannlegri reisn. Ójafn aðgangur að auðlindum útilokar að stór hluti einstaklinga og fjölskyldna í heiminum hafi aðgang að hreinu vatni, íbúðarhæfu húsnæði, heilsugæslu og menntun. Í minna þróuðum löndum eru æ fleiri landsvæði í áhættu vegna hamfara út frá loftslagsbreytingum og umhverfisskaða. Því er spurt: Hvað er græn félagsráðgjöf? Hver eru tengsl félagsráðgjafar við sjálfbærni og umhverfisvernd? Hvert er hlutverk grænna félagsráðgjafa? Markmið þessarar ritgerðar er að svara rannsóknarspurningum og er notast við rannsóknaraðferð sem felur í sér að greina stöðu þekkingar. Gagnaöflun fólst í að nota fjölbreyttar heimildir svo sem ritrýndar greinar og fræðibækur en einnig rannsóknarskýrslur, alþjóðasáttmála, stefnuyfirlýsingar og skýrslur stofnana. Niðurstaða greiningar sýnir að fræðimenn nota mismunandi heiti yfir græna félagsráðgjöf. Um er að ræða sjónarhorn sem tekur mið af náttúru og umhverfi í víðasta skilningi, sjónarhorn sem tekur mið af hefðum og menningu, umhverfisfélagsráðgjöf og græna félagsráðgjöf þar sem umhverfishugtakið er í sinni víðustu merkingu. Umhverfisvernd tengist málsvarahlutverki félagsráðgjafa og félagsleg sjálfbærni er hugtak sem í felst að veita fátæku fólki og öðrum jaðarhópum aðgang að auðlindum líkt og hefð er fyrir í félagsráðgjöf. Hlutverk grænna félagsráðgjafa eru nátengd hefðbundinni samfélagsvinnu og miða að því að auka velferð og lífsgæði einstaklinga, hópa og samfélaga.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Karitas Þórsteinsdóttir.pdf692.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna