is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18111

Titill: 
  • Fóstureyðingar og félagsráðgjöf. Ákvörðunartökuferli og líðan kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til B.A.-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er fóstureyðingar og félagsráðgjöf. Í upphafi er fræðileg umfjöllun um fóstureyðingar, því næst er fjallað um þá meðferðarmöguleika sem eru í boði hérlendis og þá löggjöf sem snýr að fóstureyðingum. Enn fremur eru þeir þættir sem móta ákvarðanir kvenna og stöðu þeirra og líðan eftir fóstureyðingu skoðaðir. Ásamt því er fjallað um hlutverk félagsráðgjafa í tengslum við fóstureyðingar. Mikilvægt er að opna jákvæða umræðu um fóstureyðingar þar sem mikið er um fordóma og vanþekkingu á málefninu. Mæta þarf þörf fyrir fræðslu og ráðgjöf þegar kemur að konum sem íhuga fóstureyðingu og á sama tíma ber að hafa í huga viðkvæma stöðu þeirra sem eru í sporum sem þessum. Ritgerðinni er ætlað að varpa ljósi á áhrifaþætti kvenna sem standa frammi fyrir ákvörðun um fóstureyðingu og jafnframt þau úrræði sem eru í boði fyrir þennan hóp kvenna. Hér er fræðileg umfjöllun á sviði félagsráðgjafar og skyldum greinum skoðuð og setti höfundur fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hvaða þættir móta ákvörðun kvenna þegar þær eru að íhuga að fara í fóstureyðingu? Hver er líðan kvenna eftir fóstureyðingu? Hvert er hlutverk félagsráðgjafa í tengslum við fóstureyðingar?
    Niðurstöður gefa til kynna að margþættar ástæður geta legið að baki ákvörðun þeirra kvenna sem óska eftir fóstureyðingu en þær eru ýmist af félagslegum, tilfinningalegum eða læknisfræðilegum toga. Hér á landi er þó algengast að konur kjósi að fara í fóstureyðingu vegna félagslegra ástæðna. Enn fremur er líðan kvenna eftir fóstureyðingu mjög einstaklingsbundin, en algengt er að konur upplifi blendnar tilfinningar. Hlutverk félagsáðgjafa í tengslum við fóstureyðingar er fyrst og fremst að veita konum í aðstæðum sem þessum viðeigandi ráðgjöf og stuðning, tryggja rétt þeir og aðstoða þær við ákvörðunartöku, út frá þeirra eigin forsendum.
    Lykilorð: Fóstureyðingar, áhrifaþættir, líðan, félagsráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Fóstureyðingar og félagsráðgjöf - Alexandra Ólöf.pdf639.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna