is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18112

Titill: 
  • Er þetta eitthvað eðlilegt? Eru manneskjur náttúruleg tegund?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Náttúruleg tegund er hugtak sem gegnir mikilvægu hlutverki í frumspeki samtímans, sem snýr að grundvallarbyggingu veruleikans. Ekki ríkir sátt um hvað séu slíkar tegundir en í þessari ritgerð er spurt hvort að manneskjur geti verið ein slík. Fyrst er lauslega farið yfir hvað felst í þessu hugtaki og hvaða skilyrði fyrirbæri þurfa að uppfylla til þess að teljast sem náttúruleg tegund. Fjögur slík skilyrði eru týnd til og útskýrt hvað í þeim felst. Því næst eru skilyrðin borin saman við líffræðilegar tegundir almennt. Þá koma í jós vandræði við að para skilyrðin við líffræðilegar tegund. Úr þessu er leyst með kenningum úr heimspeki líffræði og þá sérstaklega svokallaðrar fjölhyggju um tegundarhugtakið í líffræði. Þá eru skilyrðin fjögur mátuð við manneskjurnar sjálfar. Hugsanlegri sérstöðu mannanna í veruleikanum er gefin
    sérstakur gaumur en henni er hafnað eftir útlistun á því hvað felst í því að tilheyra tegundinni maður. Þegar öll skilyrðin hafa verið talin upp, er fjallað í stuttu máli um mismunandi aðferðir til þess að skipta upp veruleikanum, sáttmálahyggju og hluthyggju. Tengsl þeirra við efnið eru skýrð og þá sérstaklega hvernig þær koma við manneskjur þar sem að báðar aðferðirnar gera ráð fyrir aðkomu manna. Þá er dregin sú ályktun að manneskjur séu að öllum líkindum náttúruleg tegund í einhverjum skilningi. Í síðasta hluta eru svo dregnar varfærnar ályktanir af þeirri staðreynd á þremur sviðum heimspekinnar: Frumspeki, þekkingarfræði og siðfræði. Fyrst er útskýrt hvaða felst eiginlega í þessari staðreynd, því næst hvort hún hafi einhver marktæk áhrif á þekkingu manna á umheiminum og hvort hún eigi að hafa einhver marktæk áhrif á breytni þeirra.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Styrmir.pdf260.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna