is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18113

Titill: 
  • Um flokkun ræðumennsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér birtist í íslenskri þýðingu Um flokkun ræðumennsku (lat. De partitione oratoria) eftir rómverska stjórnmálamanninn, heimspekinginn og ræðumanninn Marcus Tullius Cicero. Textinn hefur ekki áður svo vitað sé verið þýddur yfir á íslenska tungu. Verkið er sett fram sem samræða í anda grískra heimspekinga þar sem höfundurinn svarar spurningum sonar síns um hina ýmsu undirflokka mælskulistarinnar. Verkið samsinnir í meginatriðum eldri flokkunum í hinar fimm kanónur klassískrar ræðumennsku en fellir þær allar undir einn yfirflokk og tekur sömuleiðis út fyrir þær atriði og bætir við tveimur öðrum yfirflokkum. Verkið veitir okkur tiltölulega stutta en um leið skýra innsýn í ræðumennsku Ciceros og er samtímis ágætis heimild um tilfallandi þætti í réttarkerfi Rómverja, sér í lagi réttarhöld og málflutning í þeim. Þýðingin nær yfir verkið í heild sinni og er þýdd úr frumtexta þeim sem birtist í M. Tulli Ciceronis Rhetorica í ritstjórn Augustus S. Wilkins en unnin með hliðsjón af enskri þýðingu Harris Rackhams í Cicero: De Oratore in Two Volumes Book II together with De Fato, Paradoxa Stoicorum, De Partitione Oratoria frá 1942 að svo miklu leyti sem frumtexti Rackhams samsvarar frumtexta Wilkins. Við þýðinguna er skýringum þýðanda skeytt inn í neðanmálsgreinum þar sem þurfa þykir. Í inngangi með þýðingunni er fjallað stuttlega um höfundinn, varðveislu verka hans, vensl grískrar menningar og heimspekihefðar við ræðumennsku hans og framlag hans til þess arfs. Þá eru tilraunir til að tímasetja ytri tíma verksins og hvenær það var samið teknar fyrir í löngu máli, rannsakaðar ítarlega og gagnrýndar þar sem við á auk þess sem nokkrum athugunum þýðanda, bæði út frá textanum sjálfum og umræðunni í heild sinni, er bætt við téða umræðu. Enn fremur fylgir þýðingunni viðauki sem ætlað er að taka saman efnisatriði verksins og setja þau fram sem einfalt og skýrt yfirlit.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um flokkun ræðumennsku.pdf646,12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna