is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18114

Titill: 
 • Hillsborough-slysið. Samfélagslegar forsendur og afleiðingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um Hillsborough-slysið, mannskæðasta (íþrótta)slys í sögu Bretlandseyja, er 96 stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool létust, á Hillsborough-vellinum í Sheffield. Slysið átti sér stað þann 15. apríl árið 1989 og strax í kjölfarið hófst ein umfangs-mesta yfirhylming síðari tíma. Í ritgerðinni er fjallað um orsakir og forsögu slyssins, afleiðingar þess og viðvarandi félagsleg vandamál.
  Stuðningsmönnunum var kennt um. Fjölmiðlar fjölluðu um ölvun og glæpastarfsemi, miðafölsun og skipulögð ofbeldisverk og óeirðir, innan vallar sem utan. Lögregluyfirvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að firra sig ábyrgð á slysinu. Á annað hundrað vitnaskýrslum var breytt og annar eins fjöldi fjarlægður. Lögregla lokaði af allan aðbúnað og fjölskyldur fórnarlambanna fengu ekki að sjá ástvini sína fyrr en þremur dögum eftir andlátið. Lögreglumenn og stjórnmálamenn láku misvísandi og ærumeiðandi upplýsingum – sem voru á mörkum þess að jaðra við meiðyrði – til fjölmiðla, í þeim tilgangi að sérsníða umfjöllun og atburðarás, sem beindi athyglinni frá vanhæfni þeirra sem að málinu komu. Málaferli stóðu yfir árum saman en enginn dómur féll. Fjölmargir eftirlifenda slyssins og aðstandendur fórnarlambanna hafa látist fyrir aldur fram, hluti þeirra fyrir eigin hendi. Hægt er að rekja dauðsföll sumra þeirra beint til afleiðinga slyssins.
  Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fjallað um sögulegt baksvið óeirða og slysa á íþróttaleikvöngum, viðhorf yfirvalda til knattspyrnu og þeirra er hana aðhylltust (þ.e. verkamannastéttarinnar. Þá er fjallað um þá orðræðu sem jafnan tengdist knattspyrnu og knattspyrnuáhorfendum og yfirvöld nýttu sér óspart.
  Annar hluti ritgerðarinnar er um slysið sjálft, umfjöllun um það og atburðarásina. Í lokahluta ritgerðarinnar er fjallað um afleiðingar Hillsborough-slyssins og það 23 ára tímabilið sem það tók, að fá yfirvöld til þess að viðurkenna þátt sinn í slysinu og axla ábyrgð á því óréttlæti sem fylgdi í kjölfarið.
  Þegar ritgerðarskrifum lauk, rúmlega 25 árum eftir slysið, eða þann 5. maí 2014, hafði enginn axlað lagalega ábyrgð á Hillsborough-slysinu. Við skil á ritgerðinni var upptaka sakamála enn í gangi í breska réttarkerfinu en enginn hafði verið sóttur til saka.

Athugasemdir: 
 • Vegna yfirstandandi réttarhalda yfir máli þess er ritgerðin fjallar um verður henni lokað og óaðgengileg, nema með leyfi höfundar. Sagnfræði- og heimspekideild hefur samþykkt þessa lokun (til 16.4.2015).
Samþykkt: 
 • 12.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18114


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hillsborough-slysið - rafrænt afrit.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna