is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18115

Titill: 
  • „Með klám á heilanum.“ Þróun kynlífsfíknar í nútímasamfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um kynlífsfíkn á fræðilegum grunni þar sem helstu birtingarmyndir, ásamt ólíkum áhrifaþáttum og afleiðingum, verða dregnar fram. Kynlífsfíknin verður m.a. skoðuð út frá fræðilegum kenningum til að varpa ljósi á þá þætti sem hafa áhrif á hegðun eintaklinga og tengsl þeirra við sitt félagslega umhverfi. Aukið aðgengi að kynferðislegu efni á internetinu hefur auðveldað einstaklingum að komast í kynni við þann óendanlega fjölbreytileika sem klámheimurinn býður upp á. Því er hætta á að einstaklingum finnist sá heimur meira spennandi og eyði tíma sínum yfir klámi á netinu í stað þess að eiga í nánum tengslum við aðrar manneskjur. Það getur orðið til þess að einstaklingar einangrist og stundi frekar skyndikynni en að stofna til tilfinningalegs sambands.
    Markmið ritgerðarinnar er að verkja athygli á þeim afleiðingum sem kynlífsfíkn getur haft í för með sér fyrir einstaklinginn og hans nánasta umhverfi; hvað veldur og hver úrræðin eru. Ýmis meðferðarúrræði eru í boði þar sem starf félagsráðgjafa getur nýst vel í vinnu með kynlífsfíklum. Einnig er SLAA á Íslandi (Sex and Love Addicts Anonymous) með reglulega fundi sem byggðir eru á 12 spora kerfinu og hefur það kerfi gefið góða raun í bataferli margra einstaklinga sem glíma við kynlífsfíkn.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil Ba-2014.pdf806.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna