en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18124

Title: 
  • Title is in Icelandic Stund milli stríða. Þróun landhelgismálsins 1961-1971
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um landhelgismálið á Íslandi á árunum 1961-1971. Á þessum áratug „gerðist ekki neitt“ í landhelgismálinu. Árið 1961 skrifaði viðreisnarstjórnin undir samning við Breta og Vestur-Þjóðverja sem batt enda á fyrsta þorskastríðið. Næstu ár var landhelgismálið ekki ofarlega á baugi. Það var ekki fyrr en árið 1971, þegar viðreisnarstjórnin féll og vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar tók við, að ákvörðun var tekin um að stækka fiskveiðilögsögu Íslands á ný. Af þessum sökum hefur þessi áratugur fallið mjög í skuggann af hinum eiginlegu átökum sem áttu sér stað í þorskastríðunum þremur. Í þessari ritgerð verða raktar þær ástæður sem tóku landhelgismálið af dagskrá, en einnig þær pólitísku og efnahagslegu forsendur sem komu málinu aftur í umræðuna undir lok sjöunda áratugarins. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er greint frá fyrsta þorskastríðinu 1958-1961 og það sett í sögulegt samhengi. Þau ár voru afar mikilvæg fyrir komandi áratug og þá sérstaklega samningurinn sem Ísland undirritaði við Breta og Vestur-Þjóðverja árið1961. Sá samningur átti eftir að vera mikið í umræðunni næsta áratug. Í næstu köflum er landhelgismálið svo rakið, þar sem horft er til kosninganna árin 1963, 1967 og 1971 og skoðað hvernig stjórnmálaflokkar tókust á um landhelgismálið. Einnig er skoðuð þróun hafréttar á alþjóðavettvangi á þessum sama áratug, en sú þróun hafði mikil áhrif á stefnu viðreisnarstjórnarinnar í landhelgismálinu.

Accepted: 
  • May 12, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18124


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð - Aron Haukur.pdf654.1 kBOpenHeildartextiPDFView/Open