is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18130

Titill: 
  • Rekstraráætlanir og rekstrarbókhald. Fræðileg umfjöllun og raundæmi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að upplýsa um uppbyggingu og innihald rekstraráætlana sem og að skilgreina rekstrarbókhald sem er undirstaða þeirra. Þeir þættir sem farið er í innan rekstrarbókhaldsins eru skipting kostnaðar í afurða- og tímabilskostnað, kostnaðarbókhaldskerfi, ABC aðferðin og CVP greining. Jafnframt er skoðað hvort mismunandi starfsemi fyrirtækja, þá sérstaklega þjónustu- og framleiðslustarfsemi, hafi áhrif á þætti rekstraráætlana og rekstrarbókhalds.
    Skilgreiningar rekstrarbókhaldsins eru nýttar til að greina hvaða þættir þess eiga við og henta best starfsemi fyrirtækis sem í þessum skrifum verður kallað A. Meðal þeirrar þjónustu sem fyrirtækið býður uppá er starf öryggis- og dyravarða ásamt almenna gæslu, friðhelgisgæslu og viðburðarþjónustu. Í lokin er útbúin rekstraráætlun til fimm ára fyrir fyrirtækið þar sem fyrstu fjórir mánuðir ársins 2014 eru notaðir sem dæmi til útskýringar á uppsetningu og útreikningi. Allar tölur sem koma fyrir eru ekki rauntölur og endurspegla því ekki áætlanir stjórnenda fyrirtækisins, heldur eru nýttar til skýringa. Við gerð rekstraráætlunarinnar er stuðst við rekstrarlíkan sem fengið var á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
    Helstu niðurstöðurnar eru þær að nokkur munur er á rekstraráætlunum og rekstrarbókhaldi eftir því hvort um þjónustu- eða framleiðslustarfsemi er að ræða. Munur er á innihaldi rekstraráætlana, tilgangi rekstrarbókhaldsins sem og uppbyggingu beggja. Sá kostnaður sem kemur fram í rekstri fyrirtækis A má greina í bæði afurða- og tímabilskostnað og ætti fyrirtækið frekar að innleiða verkbókhald en ferlisbókhald í starfsemi sinni. Við úthlutun á óbeina kostnaðinum ætti fyrirtækið að nota hefðbundið fyrirframákveðið álag frekar en að notast við útreikninga samkvæmt ABC aðferðinni þar sem sú aðferð krefst meiri gagna og hentar betur í stærri fyrirtækjum. Rekstraráætlun fyrirtækisins inniheldur helstu undiráætlanir rekstraráætlana að undanskyldri framleiðsluáætlun.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rekstraráætlanir_og_rekstrarbókhald.pdf3.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna