is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18135

Titill: 
  • „Eitthvað sem aðeins Spaugstofan myndi sjá sóma sinn í að gera.“ Saga rapps á Íslandi á níunda og tíunda áratugnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er rakin saga rapps og rapptónlistar á Íslandi, allt frá því að umfjallana fer fyrst að gæta í fjölmiðlum hérlendis á níunda áratugnum og fram til aldamóta. Leitast er við að svara því hvernig rappið barst hingað til lands, hvernig það fótaði sig, hverjir það voru sem tóku því opnum örmum og varpað er ljósi á þá þætti sem voru hvað fyrirferðarmestir í þróun stefnunnar á hveitibrauðsdögum rappsins á Íslandi. Reynt er að draga upp heildarþróunarlínur stefnunnar á Íslandi með það að markmiði að greina helstu birtingarmyndir og sveiflur í vinsældum hennar hérlendis.
    Einnig er drepið á þróun rappsins á alþjóðavettvangi, uppruna þess og hvernig það tengist öðrum þáttum hinnar svokölluðu „hipp hopp-menningar“ sem eru gerð lítillega skil. Yrkisefni og stílbrögð fyrstu íslensku rapparana eru dregin fram og varpað er ljósi á hvernig frásagnarform rappsins fór að hafa áhrif á aðra þætti listsköpunar, allt frá tónsmíðum til leiklistar á tímabilinu sem um ræðir. Þáttur fjölmiðla í útbreiðslu rappsins er tíundaður og rakið er hvernig viðhorf fjölmiðla breyttist gagnvart rapptónlist og iðkendum hennar á þessum árum. Markmið þessara skrifa er að færa til bókar tímabil í sögu rappsins á Íslandi; tímabil sem einkenndist af mikilli tilraunamennsku, sköpunargleði og innblæstri erlendis frá sem átti eftir að koma til með að hafa áhrif á þróun tónlistarstefnunnar hérlendis til frambúðar.

Athugasemdir: 
  • Sagnfræði- og heimspekideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð til 1.6. 2015.
Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Saga rapps á Íslandi..pdf1,48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna